Bein útsending frá hátíðarviðburði í Veröld á fullveldisdaginn | Háskóli Íslands Skip to main content

Bein útsending frá hátíðarviðburði í Veröld á fullveldisdaginn

1. desember 2018
""

Efnt er til hátíðarviðburðar í Veröld – húsi Vigdísar á fullveldisdaginn 1. desember 2018 í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands og heimsóknar Margrétar II. Danadrottningar í húsið. Bein útsending verður frá viðburðinum, sem hefst kl. 15.30, og má nálgast slóð á útsendinguna hér að neðan.

Upptaka af viðburðinum

Dagskrá viðburðarins er sem hér segir:
Tónlistaratriði í flutningi Háskólakórsins
Eiríkur Rögnvaldsson og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir: Máltæknistofnunin Almannarómur
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður: Þjóðminjasafn Íslands
Mette Skougaard, safnstjóri: Nationalhistorisk Museum
Undirritun samstarfssamnings Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Þjóðminjasafns Íslands og Nationalhistorisk Museum
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Flemming Besenbache, framkvæmdastjóri Carlsbergfondet, tilkynna um veitingu nýdoktorastyrkja
Margrét II. Danadrottning afhendir nýdoktorastyrki sem eru gjöf frá Danmörku til Íslands
 

Veröld - hús Vigdísar