Skip to main content
12. desember 2017

Áfram á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims

Sex vísindamenn sem hafa tengsl við Háskóla Íslands eru í hópi 3500 áhrifamestu vísindamanna heims samkvæmt nýjum lista á vegum greiningarfyrirtækisins Clarivate sem birtur var nýverið. Þá eru nærri 40 vísindamenn innan háskóla í Aurora-samstarfinu á listanum. 

Clarivate hefur árlega birt lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims. Hann nær til þess eins prósents vísindamanna innan hverrar fræðigreinar sem mest er vitnað til í vísindagreinum sem birtast í alþjóðlegum vísindatímaritum. Horft er til tilvitnana á tilteknu árabili við matið.

Hópur íslenskra vísindamanna og erlendra vísindamanna sem starfa á Íslandi hefur verið á listanum undanfarin ár sem undirstrikar aukinn íslensks vísindasamfélags. Engin undantekning er á því í ár níu vísindamenn með tengsl við Háskóla Íslands, DeCode og Hjartavernd á lista Clarivate.  Þeir eru: 

Vísindamaður Stofnun staða við Háskóla Íslands

Vilmundur Guðnason

Hjartavernd/HÍ

prófessor

Þorsteinn Loftsson 

Háskóli Íslands 

prófessor

Lena Peltonen

DeCode

Albert Vernon Smith        

Hjartavernd/HÍ  

 rannsóknaprófessor

Kári Stefánsson             

DeCode/HÍ

   prófessor

Valgerður Steinþórsdóttir    

DeCode

Guðmar Þorleifsson

DeCode

Unnur Þorsteinsdóttir    

DeCode/HÍ        

rannsóknaprófessor

Bernharð Örn Pálsson 

USCD/HÍ  

 gestaprófessor

Við þetta má bæta að á listanum yfir áhrifamestu vísindamenn heims eru samtals 37 vísindamenn úr níu evrópskum háskólum sem taka þátt í hinu nýja Aurora-samstarfsneti en Háskóli Íslands á aðild að því. Innan samstarfsnetsins á Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi flesta fulltrúa á listanum, eða 12, en þar á eftir kemur Háskóli Íslands með sex fulltrúa sem tengjast skólanum. 

Lista Clarivate yfir áhrifamestu vísindamenn heims má nálgast á vef fyrirtækisins

Aðalbygging Háskóla Íslands