Skip to main content
30. nóvember 2017

Afmæli meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun

Ráðstefna um reikningsskil og endurskoðun var haldin nýlega í tilefni þess að liðin eru 10 ár síðan Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hóf að bjóða upp á meistaranám í faginu. 

Ingi Eðvarðsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar, setti ráðstefnuna og Einar Guðbjartsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun, fjallaði um nýja reikningsskilastaðla. Ragnar Sigurmundsson, löggiltur endurskoðandi hjá Grant Thornton, fór yfir um breytingar sem verða við innleiðingu á IFRS 16. leigusamningum, Bryndís Guðjónsdóttir, löggiltur endurskoðandi og  varaformaður Félags löggiltra endurskoðenda, var með erindið „Endurskoðendur, menntun og samfélagið“ og Björn Óli Guðmundsson, löggiltur endurskoðandi hjá Enor, fór að lokum yfir reynsluna af því að vera nemandi í endurskoðun og að vera löggiltur endurskoðandi.

Veittar voru þrjár viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift á árinu 2017.  Það voru þau Þorkell Hólm Eyjólfsson, Kateryna Hlynsdóttir og Fríða Hrönn Elmarsdóttir sem hlutu viðurkenningarnar en þær eru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda. 

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.