Skip to main content
27. nóvember 2017

20 ára afmæli framhaldsnáms við Viðskiptafræðideild

Langstærsti hluti þeirra sem hafa meistaragráðu á sviði viðskiptafræði á Íslandi hafa öðlast menntun sína við deildina síðastliðin 20 ár.

Deildin hélt upp á 20 ára afmæli meistaranáms þann 17. nóvember sl. og við það tilefni voru einnig veittir styrkir úr Ingjaldssjóði.   

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur allt frá upphafi verið leiðandi í kennslu á meistarastigi.  Á þeim 20 árum sem liðin eru hafa 1529 einstaklingar hlotið MA, MSc eða M.ACC gráðu frá deildinni og 463 lokið MBA gráðu, eða tæplega 2000 manns.

Ingi Rúnar Eðvarðsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar, opnaði dagskrána. Erla S. Kristjánsdóttir lektor kynnti dagskrána. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti ávarp og Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor og formaður stjórnar Ingjaldssjóðs, kynnti styrkþega. Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors  tók til máls sem fulltrúi útskrifaðra MS nema. Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild og fyrsti formaður Maestro, félags meistaranema, sagði frá náminu og stofnun þess.

Hér má lesa ræðu Ástu Dísar í heild sinni.

Ásta Dís Óladóttir
Runólfur Smári Steinþórsson
Erla S. Kristjánsdóttir
Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor
Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti