Vinnumarkaðurinn og skólakerfið gera sífellt meiri kröfur um vel menntað starfsfólk og sífellt fleiri kjósa að stunda fjarnám eða nám samhliða starfi.
Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir því að nám við Menntavísindasvið sé fullt nám, 30 einingar á misseri en þó með undantekningum. Á nokkrum námsleiðum í framhaldsnámi geta nemendur skipulagt nám sitt sem fullt nám í tvö ár eða hlutanám sem dreifist á fjögur ár. Diplómanám á meistarastigi er skipulagt sem hlutanám í eitt til tvö ár sem hægt er að sinna með starfi. Hægt er að taka aðrar námsleiðir á lengri námstíma að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í samræmi við reglur sviðsins.
Í boði eru margar námsleiðir ætlaðar starfandi kennurum og öðru fagfólki í menntakerfinu. Nánari upplýsingar um uppbyggingu náms er að finna í kennsluskrá.