Skip to main content

Þróunarfræði - Viðbótardiplóma

Þróunarfræði - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Þróunarfræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Diplómanám á meistarastigi í þróunarfræði fjallar á fræðilegan hátt um misskiptingu auðs, baráttu við fátækt og úrlausnir til umbóta. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið verður kennt á ensku

X

Verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir (MAN701F)

Í námskeiðinu verða kynnt helstu hugtök og nálganir sem notuð eru við undirbúning, eftirfylgni og úttektir á verkefnum/starfsemi. Fjallað verður meðal annars um greiningu þess vanda sem verkefni er ætlað að leysa, kortlagningu hagsmunaaðila, hönnun verkefnaáætlunar, lýsingu á eftirfylgd, verklýsingu úttektar (e. Terms of Reference – TOR), gagnaöflun, skýrslugerð um framvindu verkefna og niðurstöður úttektar, endurskoðun verkefnaáætlunar og upplýsingagjöf. Lögð verður áhersla á mikilvægi þátttöku hagsmunaaðila og samþættingu kynjasjónarmiða. Nálganir sem kenndar eru í námskeiðinu eiga rætur í  alþjóðlegri þróunarsamvinnu en þær má nýta við undirbúning, eftirfylgni og úttekt á margskonar verkefnum/starfsemi. Við kennsluna verður stuðst við samblöndun kenningalegrar umfjöllunar og lausn hagnýtra verkefna.

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.