Hnattræn heilsa - Viðbótardiplóma


Hnattræn heilsa
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Í diplómanámi í hnattrænni heilsu er fengist við fjölbreytt og þverfræðileg sjónarmið um áhrifaþætti á heilsu og vellíðan einstaklinga og hópa, óháð búsetu þeirra.
Námið hentar vel þeim sem stunda vinnu og vilja bæta við sig þekkingu á fræðasviðinu.
Skipulag náms
Hnattræn heilsa (MAN0A3F)
Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks með áherslu á milli- og lágtekjulönd og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði verður skoðað í hnattrænu ljósi og forvarnir og samfélagsleg þýðing sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóler, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, nýju Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.
Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.
Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir (MAN018F)
Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.