Skip to main content

Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð

Félagsvísindasvið

Fjölskyldumeðferð (síðasta skipti sem tekið er inn í námið)

MA gráða – 120 einingar

Markmið námsins er að koma til móts við þörf fyrir fyrir sérhæfða þverfaglega þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar.

Námsleiðin er ætluð þeim sem lokið hafa háskólanámi í heilbrigðis- eða félagsvísindum og starfa á sviði fjölskylduþjónustu, fræðslu, stuðnings og meðferðar.

Skipulag náms

X

Rannsóknamálstofur í MA-námi við Félagsráðgjafardeild (FRG003F)

Undirbúningur og gerð lokarannsóknar í meistaranámi. Farið er yfir verklag í fræðilegum ritgerðum. Meðal annars er fjallað um rannsóknaáætlanir, aðferðir og hvernig rannsóknir eru tengdar kenningagrunni og starfsvettvangi félagsráðgjafar. Nemendur kynna rannsóknaáætlanir sínar, fá gagnrýna viðgjöf og taka þátt í hópumræðum sem gagnast á gagnkvæman hátt.

X

MA ritgerð í fjölskyldumeðferð (FRG443L)

..

X

Aðferðir I: Greiningartækni og færni (FRG030F)

Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu á aðferðaþróun í fjölskyldumeðferð.

Fjallað verður um mismunandi líkön, hugmyndafræði þeirra og sérkenni Athygli er beint að greiningatækni og færni til að setja fram vinnutilgátur um vanda- og lausnamynstur eins og þau birtast innan fjölskyldu og í samskiptakerfum sem þau tengjast.

X

Þekkingarfræðileg þróun fjölskyldumeðferðar (FRG029F)

Í námskeiðinu er kynnt saga fjölskylduhugtaksins, þekkingarfræðilegur grunnur og kenningaþróun í fjölskyldumeðferð. Fjallað er um hvernig samtíma hugmyndir um lýðræðislega nálgun, notendasamráð tengjast valdahugtakinu og kenningum hugsmíðahyggju og frásagnarnálgun.

X

Aðferðir III. Meðferðarnálgun og siðfræði (FRG033F)

Markmið námskeiðsins er að auka persónulega færni í meðferðarvinnu. Áhersla verður á vinnu með upprunafjölskylduna í þeim tilgangi að auka eigin meðferðarstyrk, meðvitund og þekkingu á eigin fordómum og samfélagslegum gildum. þjálfun í samtalstækni, fyirlögn á meðferðarmálum og handleiðslu.

X

Fjölskyldustefna, rannsóknir og þróunarstarf (FRG028F)

Fjallað er um þróun og aðstæður íslenskra fjölskyldna í sögulegu ljósi. Athygli er beint að samfélagsáhrifum, þróun nýrra fjölskyldugerða og breyttum uppeldisaðstæðum þ.m.t. skilnað og stjúptengsl. Fjallað er um líðan, starfshæfni og aðstæður fjölskyldna í ljósi tölfræðilegra upplýsinga um lýðheilsu (health statistics), löggjöf og þjónustu. Efnið er tengt íslenskum og erlendum fjölskyldurannsóknum. Kynntar eru leiðir til að samþætta rannsóknir og meðferðarstarf, mat og þróun aðferða og úrræða.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F, FMÞ001F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Megindleg aðferðafræði (FÉL301F, FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

MA ritgerð í fjölskyldumeðferð (FRG443L)

..

X

Aðferðir II: Þjálfun og beiting sértækra aðferða (FRG031F)

Markmið námskeiðsins er að auka hagnýta þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og efla færni til að beita sértækum, viðurkenndum aðferðum í vinnu með fjölskyldur, hjón og foreldra, ásamt greiningu á því hvenær ólíkar nálganir eiga við ólíkar forsendur á hinum ýmsu meðferðar- og þjónustusviðum

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.