Blaða- og fréttamennska - Viðbótardiplóma


Blaða- og fréttamennska
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Diplóma í blaða- og fréttamennsku miðar að því að búa nemendur sem best undir störf í hröðum heimi nútímafjölmiðlunar og einnig til áframhaldandi náms.
Skipulag náms
- Haust
- Vinnubrögð I: Fjölmiðlalög og siðareglur
- Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif
- Verkefni í blaða- og fréttamennsku
- Vor
- Ljósvakamiðlar: Gerð útvarps- og sjónvarpsfrétta
- Fréttamennska II: Fréttaskýringar, viðtöl pistlaskrif og framsetning texta
Vinnubrögð I: Fjölmiðlalög og siðareglur (BLF108F)
Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning og þjálfun í faglegum vinnubrögðum blaða- og fréttamanna. Fjallað verður um lög og reglur sem gilda um fjölmiðla og störf blaða- og fréttamanna, tjáningarfrelsi og meiðyrðalög.
Fjallað verður um siðareglur fjölmiðla, bæði almennar siðareglur Blaðamannafélags Íslands og hvernig þeim er beitt inni á mismunandi fjölmiðlum, samskipti blaðamanna við eigendur fjölmiðla og auglýsendur. Einnig um meðferð heimilda og umgengni við heimildarmenn eða aðrar rætur upplýsinga.
Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif (BLF110F)
Grundvallarnámskeið í blaðamennsku. Markmið þess er að nemendur öðlist skilning á störfum blaðamanna og færni í fréttaöflun og skrifum og framsetningu frétta fyrir mismunandi miðla. Helstu hugtök og aðferðir við fréttaskrif eru kynnt; hvað er frétt, á hverju byggja fjölmiðlar fréttamat, hvernig er frétta aflað og hvernig þær eru uppbyggðar o.s.frv. Nemendur verða þjálfaðir í að skrifa markvissa fréttatexta og greinar á góðri íslensku og að nota orðbækur og önnur slík hjálpartæki. Jafnfram verður lögð áhersla á að kenna nemendum að nota samfélagsmiðla, bæði til þess að afla upplýsinga og miðla fréttum.
Námsmatið byggir alfarið á verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur afla og skrifa fréttir sem birtar verða á fréttavef námsins og eftir atvikum í öðrum fjölmiðlum. Helstu fjölmiðlar landsins verða heimsóttir og nemendum fara í stutta starfskynningu.
Verkefni í blaða- og fréttamennsku (BLF313F)
Nemandur geta annað hvort valið sér umfjöllunarefni til birtingar í fjölmiðli eða efni úr fjölmiðlum til að rannsaka og skrifa um fræðilega ritgerð. Umsjónarkennari námsbrautarinnar annast leiðsögn.
Ljósvakamiðlar: Gerð útvarps- og sjónvarpsfrétta (BLF206F)
Markmið þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í störfum við hljóð- og myndmiðla. Fjallað verður hvað er líkt með þessum miðlum og hvað skilur þá að, kosti þeirra og galla. Nemendum verður kennt að skrifa og byggja upp fréttir fyrir ljósvakamiðla og að nýta eiginleika hljóð- og myndefnis til að segja fréttir. Einnig verður fjallað um notkun hljóð og myndefnis á vefmiðlun. Nemendur fá tilsögn í tæknivinnslu hljóð- og myndefnis og verða þjálfaðir í raddbeitingu, framsögn og framkomu.
Fréttamennska II: Fréttaskýringar, viðtöl pistlaskrif og framsetning texta (BLF212F)
Í námskeiðinu er haldið áfram að vinna með það sem nemendur lærðu í áfanganum BLF106F Fréttamennska l. Markmiðið er að þjálfa nemendur enn frekar í frétta- og greinaskrifum, bæði fyrir prentmiðla og rafræna miðla og áhersla lögð á að laga efni að þörfum mismunandi miðla. Fjallað verður um fréttaskrif og fréttaskýringar, pistla, mannlífsefni og viðtöl, uppsetningu texta, myndefni, framsetningu og útlit.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.