Fræðslustarf og nýsköpun | Háskóli Íslands Skip to main content

Fræðslustarf og nýsköpun

Fræðslustarf og nýsköpun

120 einingar - MA gráða

. . .

Í náminu er meðal annars fengist við lífstíðarnám fullorðinna, skipulagningu og framkvæmd fræðslu, nýsköpun í fræðslustarfi og eflandi kennslufræði.

Námið er skipulagt fyrir fólk sem starfar eða vill starfa með hópum, hvort sem það er í fræðslusamhengi, við skipulagningu, nýsköpun eða lausnarleit. Í náminu þjálfa þátttakendur sig í hagnýtum aðferðum og styrkja sjálfa sig, þannig að þeir geti skipulagt og leitt árangursríkt starf með hópum, skoðað starf sitt gagnrýnið og rökstutt það með vísun til fræða, rannsókna og reynslu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið bakkalárgráðu með fyrstu einkunn (7,25).

Félagslíf

Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi öflugt nemendafélag, Padeia. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Padeia starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Padeia er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar. Nefang: padeia.hi@gmail.com.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.

Sími 525-5951
jkt@hi.is 

Netspjall