Skip to main content

Hugvísindi

Styrkur til rannsókna í sagnfræði

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar á árinu 2018. Styrkurinn stendur til boða nemendum sem stunda eða hafa nýlokið meistaranámi í sagnfræði og hafa unnið að verkefnum sem varða sögu Íslands eða efni sem tengist henni náið. 

Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar 2018.

Upphæð styrks verður 300.000 kr. 

Fyrirlestur: Að láta myrkrið vísa veginn. Um hugræna táknfræði vestrænnar dulspeki

Þriðjudaginn 13. febrúar flytur Guðmundur Ingi Markússon fyrirlesturinn „Að láta myrkrið vísa veginn. Um hugræna táknfræði vestrænnar dulspeki; Lögmálsbók Aleisters Crowley sem dæmi“. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, er haldinn á vegum Trúarbragðafræðistofu í stofu 220 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:20.

Dagbækur Grænlandsfara

Út er komin bókin Grænlandsfarinn sem hefur að geyma ferðadagbækur Vigfúsar Sigurðssonar Grænlandsfara (1875 - 1950). Dagbækurnar lýsa þremur sögulegum Grænlandsleiðöngrum Vigfúsar sem gerðu hann nafnkunnan hér á landi. Tvívegis var hann fylgdarmaður landkönnuða sem notuðu íslenska hesta á ferðum um Grænlandsjökul. Í leiðangri 1912-1913 var farið þvert yfir Grænland með vetursetu á jökli og komust leiðangursmenn naumlega lífs af úr þeirri ferð.

Fyrirlestur: Heilabylgjur og handanlíf

Mánudaginn 12. febrúar heldur dr. Benedikt Hjartarson fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13. Hún er öllum opin.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Heilabylgjur og handanlíf: Um sálarrannsóknir, spíritisma og strangvísindalegar skýringar dulrænna fyrirbrigða á öndverðri 20. öld.

Byltingarritið komið út

Rauður litur þriðja og síðasta heftis Ritsins ársins 2017 gefur tóninn fyrir þema þess, byltingu, en tilefnið er eitthundrað ára afmæli rússnesku byltingarinnar. Í þemahluta Ritsins kennir ýmissa grasa eins og fram kemur í inngangi Jóns Ólafssonar, þemaritstjóra, en hann fjallar m.a. um hvað gerðist fyrstu dagana eftir 7. nóvember 1917 og hvernig frásögnin af atburðum byltingarinnar mótaðist árin á eftir.

Mannleg reisn í íslenskum rétti

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018.

Fyrirlestur hennar nefnist „Mannleg reisn í íslenskum rétti“ og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 8. febrúar frá kl. 12.00 til 13.00.

Pages

Netspjall