Hugvísindi | Háskóli Íslands Skip to main content

Hugvísindi

Doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild: Skafti Ingimarsson

Miðvikudaginn 30. maí næstkomandi fer fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá ver Skafti Ingimarsson doktorsritgerð sína í sagnfræði sem nefnist Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918-1968. Andmælendur verða Rósa Magnúsdóttir, dósent við Árósaháskóla og Sumarliði Ísleifsson, lektor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Kynning á lokaritgerðum meistaranema í íslensku

Meistaranemar í íslensku munu kynna lokaritgerðir sínar föstudaginn 18. maí kl. 13.00–14.30 í stofu 106 í Odda. Allir velkomnir!

Dagskrá:

  • 13:00–13:30. Tinna Frímann Jökulsdóttir: ,,I didn't understand that — please try again“: Samskipti Íslendinga og stafrænna aðstoðarmanna
  • 13:30–14:00. Dagbjört Guðmundsdóttir: Aldursbundin þróun stafræns ílags í málsambýli íslensku og ensku. Kortlagning á umfangi, eðli og áhrifsbreytum
  • 14:00–15:30. Lilja Björk Stefánsdóttir: Heimdragar og heimsborgarar. Menningarlegur hvati í stafrænu málsambýli.

Ný vefsíða Heimsins hnoss

Opnuð hefur verið ný vefsíða, hh.hi.is, á vegum öndvegisverkefnisins Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking. Verkefnið er undir stjórn Sigurðar Gylfa Magnússonar, prófessors í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, og fékk nýverið þriggja ára styrk frá Rannsóknarmiðstöð Íslands (RANNÍS). Þrettán íslenskir fræðimenn koma að rannsókninni auk fimm erlendra samstarfsmanna.

Doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild: Rúnar Leifsson

Þriðjudaginn 29. maí næstkomandi fer fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá ver Rúnar Leifsson doktorsritgerð sína í fornleifafræði sem nefnist Ritual Animal Killing and Burial Customs in Viking Age Iceland. Andmælendur eru Anne Pedersen, fornleifafræðingur við Þjóðminjasafn Danmerkur, og James Morris, lektor við UCLAN.

Doktorsritgerðin er unnin undir leiðsögn Orra Vésteinssonar, prófessors í fornleifafræði. Aðrir í doktorsnefnd eru Anne Karin Hufthammer og Neil Price.

Lokaritgerðir í sagnfræði: Hitt húsið, strand Gautaborgar og mótmæli gegn stríðinu í Írak

Kynning á nýjum MA-ritgerðum í sagnfræði fer fram í Árnagarði, stofu 311, miðvikudag 16. maí kl. 16-17:30. Dagskráin er sem hér segir og öllum frjáls aðgangur á meðan húsrúm leyfir.

Gylfi Már Sigurðsson. Hitt húsið: Upphaf, áhrif og starfsemi fyrsta ungmennahússins á Ísland. Leiðbeinandi: Erla Hulda Halldórsdóttir.  

Málþing og teiknimyndanámskeið tengt Andrési önd 

Námsleið í dönsku við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum standa fyrir tveimur viðburðum í vikunni þar sem samskipti Danmerkur og Íslands í gegnum teiknimyndasögurnar um Andrés önd verða í brennidepli. Annars vegar er um að ræða málþing um Andrésar andar blöðin og áhrif þeirra hér á landi og hins vegar námskeið í teiknimyndagerð fyrir börn og ungmenni með hinum þekkta danska teiknara Flemming Andersen. 

Kynning á öndvegisverkefninu Heimsins hnoss og fyrirlestur Karen Harvey

Hinn 11. maí 2018 verður haldin kynningardagskrá á nýju öndvegisverkefni sem hlaut styrk frá Rannsóknarsjóði Íslands (RANNÍS) í ár sem nefnist „Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merkin“. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í Sagnfræði- og heimspekideild, fer fyrir verkefninu. Dagskráin hefst kl. 12 og verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Er Marx fullkomnunarsinni í anda Kants? Málþing á 200 ára afmælisdegi Karls Marx

Laugardaginn 5. maí 2018 eru liðin 200 ár frá fæðingu Karls Marx. Af því tilefni gengst Heimspekistofnun Háskóla Íslands fyrir málþingi um arfleifð Marx. Á málþinginu mun stjórnmálaheimspekingurinn Douglas Moggach, prófessor við University of Ottawa í Kanada, halda opnunarerindi um kenningar Marx í ljósi þýskrar hughyggju og hugsjóna um hamingju og frelsi. Erindið verður flutt á ensku og nefnist „Marx as a Post-Kantian Perfectionist?“.

Pages

Netspjall