Skip to main content

Fötlunarfræði

Fötlunarfræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Fötlunarfræði er þverfagleg fræðigrein sem leggur áherslu á að þróa félagslegan skilning á fötlun og rannsaka þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fatlað fólk og málefni þess.

Um námið

Nám í fötlunarfræði er framhaldsnám að loknu BA-prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi. Boðið er upp á diplómanám, meistaranám og doktorsnám. Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fötlun, fatlað fólk og málefni þess. Nemendur eru hvattir til að tengja námið við eigin áhugasvið og fræðilegan bakgrunn. 

Rannsóknasetur í fötlunarfræði

Rannsóknasetrið er leiðandi á sviði fötlunarrannsókna hér á landi og þar starfar fjölbreyttur hópur fræðimanna, rannsakenda, verkefnastjóra, nýdoktora, meistara- og doktorsnema. Rannsóknasetrið er rekið í víðtæku alþjóðlegu samstarfi og tekur þátt í norrænum, evrópskum og öðrum alþjóðlegum verkefnum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MA nám:
BA, BS, B.Ed. próf með fyrstu einkunn, eða sambærilegt próf.

Diplómanám:
BA, BS, B.Ed. próf, eða sambærilegt próf

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Fólk sem lokið hefur námi í fötlunarfræði sinnir margvíslegum störfum við rannsóknir, stefnumótun, réttindagæslu, innan þjónustu- og menntakerfisins, á vettvangi baráttusamtaka fatlaðs fólks og víðar

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Réttindagæsla
  • Verkefnastjórnun
  • Kennsla
  • Aðhlynning
  • Stjórnun
  • Stefnumótun

Félagslíf 

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf stúdenta. Opnunartími er frá morgni til kvölds alla daga vikunnar.

Sjá nánar á heimasíðu Stúdentakjallarans.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík 
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500