Hvað er A-próf og til hvers er það notað? | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvað er A-próf og til hvers er það notað?

Aðgangsprófi fyrir háskólastig (A-próf) er ætlað er að spá fyrir um námsárangur stúdenta við háskóla með því að meta getu þeirra í málnotkun, talnaleikni, rökhugsun og skilning á texta og fleiri þáttum sem reynir á í háskólanámi.

Skráningarfrestur í fyrra A-próf ársins 2019 er til 3. mars.
Skráning í A-próf

Tvær deildir innan Háskóla Íslands nota A-próf til að taka inn nemendur haustið 2019: Lagadeild og Læknadeild. Sú síðarnefnda notar einnig frekari próf til inntöku nema. Þeir sem ætla í inntökupróf í læknisfræði eða sjúkraþjálfun skrá sig ekki í A-prófið heldur þurfa að sækja um með öðrum hætti, sjá nánar á heimasíðu Læknadeildar. 

A-prófið metur áunna færni til náms á háskólastigi. Áunnin færni (e. developed abilities) er skilgreind sem geta til að nota þekkingu og færni til að leysa verkefni. Í Aðgangsprófinu er ekki lögð áhersla á einstök þekkingaratriði úr námsefni framhaldsskóla eða háskóla heldur á færni sem nemendur hafa þroskað með sér á skólagöngu sinni, samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla.

Í prófinu eru fimm hlutar:

  1. Lesskilningur
  2. Stærðir og reiknanleiki
  3. Enska
  4. Upplýsinganotkun
  5. Málfærni

Prófið er samið með hliðsjón af færniþáttum sem tilteknir eru í námskrá framhaldsskóla 2011, einkum í umfjöllun námskrárinnar um læsi þar sem það er meðal annars skilgreint sem hæfileiki til að skilja upplýsingar á mismunandi formi og koma þeim á framfæri. Einstök prófatriði eru samin til að prófa skilning, beitingu, greiningu, samþættingu og gagnrýnið mat á upplýsingum. Prófspurningar eru endurskoðaðar með tölfræðilegri greiningu eftir hverja fyrirlögn en auk þess verður inntak prófsins í heild endurskoðað þegar breytingar verða á Aðalnámskrá framhaldsskóla.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.