
Söguleg fornleifafræði
MA gráða
Söguleg fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Um námið
Meistaranám í sögulegri fornleifafræði er 120e nám sem tekur tvö ár miðað við full námsafköst. Einnig er boðið upp á 90e meistaranám í hagnýtri fornleifafræði og 30e viðbótardiplómu í hagnýtri fornleifafræði.
BA-próf með 1. einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni sem fengið hefur 1. einkunn er skilyrði fyrir aðgangi að meistaranámi í sögulegri fornleifafræði á háskólastigi. Nemendur sem ekki hafa skrifað lokaverkefni sem hluta af BA prófi sínu þurfa að ljúka slíku verkefni áður en þeir geta sótt um inngöngu í MA nám.