Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf | Háskóli Íslands Skip to main content

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði

Undirbúningsnám gráða

. . .

Námsleið fyrir þá sem hyggjast sækja um hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf (BS) og þurfa að ljúka tilteknum forkröfunámskeiðum áður.

Undirbúningsnám - hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólagráðu

Námið samanstendur af eftirfarandi sjö námskeiðum, samtals 40 ECTS einingum:

Misjafnt er hvort umsækjandi þarf að ljúka öllum námskeiðum eða hluta þeirra. Umsækjandi getur óskað eftir mati á hvaða námskeiðum hann þarf að ljúka áður en getur sótt um nám á námsleiðinni hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólagráðu hjá verkefnastjóra námsleiðarinnar arnheid@hi.is

Undirbúningsnám - ljósmóðurfræði MS

Umsækjandi þarf að hafa lokið báðum námskeiðunum til að geta sótt um í námi í ljósmóðurfræði MS

Fyrir hvern?

Undinrbúningsnámið er eingöngu fyrir þá sem ætla að sækja um:

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Athugið að þessi námsleið er annars vegar ætluð einstaklingum sem hyggjast sækja um innritun í námsleiðina HJÚ261, Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf en þurfa að ljúka tilteknum undirbúningsnámskeiðum áður, og hins vegar útskrifuðum hjúkrunarfræðingum sem hyggjast sækja um nám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda, MS og þurfa áður að ljúka forkröfunámskeiðunum HJÚ722M Kynheilbrigði og HJÚ821M Konur, heilsa og samfélag.

Umsækjandi í forkröfunámskeið fyrir námsleiðina hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf skal hafa lokið BA-, BS- eða B.Ed.-prófi. Einnig þarf umsækjandi að skila inn námsferli/-um til verkefnisstjóra leiðarinnar, sem aðstoðar umsækjanda við að meta hvaða forkröfunámskeiðum hann þarf að ljúka. Umsækjandi getur ekki skráð sig í námskeið fyrr en verkefnisstjóri hefur metið hvaða námskeið hann skuli taka. 

Umsækjandi í forkröfunámskeið fyrir umsókn í ljósmóðurfræði til starfsréttinda, MS skal hafa lokið BS prófi í hjúkrunarfræði.

 

Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

BS-nám í hjúkrunarfræði veitir rétt til þess að sækja um starfsleyfi hjúkrunarfræðings auk þess opnar BS-námið leiðir að margs konar framhaldsnámi. 

Útskrifaðir nemendur hjúkrunarfræðideildar eru eftirsóttir starfsmenn um allan heim. 

Samkvæmt flokkun Shanghai Rankings (ARWU) raðast hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum. 

Mikil eftirspurn er hérlendis eftir hjúkrunarfræðingum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

Hjúkrunarfræðingar starfa á fjölbreyttum vettvangi atvinnulífsins og tækifærin til fjölbreyttra starfa eru víðsvegar hjá fyrirtækjum og stofnunum. 

Dæmi um það sem hjúkrunarfræðingar starfa við: 

  • Sjúkrahús
  • Heilsugæsla
  • Geðvernd
  • Endurhæfing
  • Fræðsla og forvarnir
  • Hjálparstarf

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Verkefnastjóri námsleiðarinnar er Arnheiður Sigurðardóttir
Umsjón með náminu hefur Ásta Thoroddsen, prófessor