Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði

Undirbúningsnám – einingar

Námsleið fyrir þá sem hyggjast sækja um hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf (BS) eða ljósmóðurfræði til starfsréttinda (MS) og þurfa að ljúka tilteknum forkröfunámskeiðum áður.

Skipulag náms

X

Líffærafræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ119G)

Markmið kennslu í líffærafræðafræði er að veita nemendum almenna og víðtæka þekkingu á grundvallaratriðum í byggingu líkamans. Þannig þekki verðandi hjúkrunarfræðingar byggingu og innbyrðis afstöðu þátta stoðkerfisins, vöðva, líffæra og líffærakerfa. Áhersla er lögð á þætti sem miklu skipta fyrir klíníska vinnu, svo sem legu æða. Þessi grunnur veitir grundvallarskilning á uppbyggingu líkamans, en gerir nemendum jafnframt kleyft að afla sér viðbótarþekkingar á þessu sviði. Staðgóð þekking í líffærafræði er nauðsynleg undirstaða fyrir nám í almennum og sérhæfðum hjúkrunargreinum.

X

Frumulífeðlisfræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ120G)

Kennd eru helstu undirstöðuatriði í efnafræði, lífefnafræði og erfðafræði sem nauðsynleg eru nemendum fyrir frekara nám í lífeðlisfræði og hjúkrunarfræði. Farið er í uppbyggingu og starfsemi frumna með áherslu á efnaskipti þeirra. Fjallað er um frumuhimnur, byggingu þeirra og virkni, flutning efna yfir himnur, osmósu og tónisitet lausna. Fjallað er um stjórnkerfi líkamans, efnaboð og rafboð.  Farið er ítarlega í himnuspennur, boðefni, viðtaka og boðferli innan frumna.  Þá er farið í byggingu og starfsemi beinagrindarvöðva. 

X

Félags- og sálfræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ121G)

Í félagsfræðihluta: Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði, sjúkdómur, veikindi og sjúklingur. Fjallað er um virkni-, álags- og lífsstílsskýringar á heilsuvandamálum. Gerð er grein fyrir tengslum viðhorfa og hegðunar og kynnt fræðileg líkön um þau tengsl. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra.

Í sálfræðihluta: Fjallað verður um hvernig skilja má hugarstarf og hegðun einstaklinga og hópa út frá sjónarhorni sálfræðinnar. Kynnt eru mikilvægt hugtök, helstu kenningar og niðurstöður rannsókna. Fjallað verður um sálfræði sem vísindagrein með áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægum undirstöðuatriðum sálfræðinnar og hagnýtum nálgunum innan hennar.

X

Sálfræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ122G)

Í sálfræðihluta: Fjallað verður um hvernig skilja má hugarstarf og hegðun einstaklinga og hópa út frá sjónarhorni sálfræðinnar. Kynnt eru mikilvægt hugtök, helstu kenningar og niðurstöður rannsókna. Fjallað verður um sálfræði sem vísindagrein með áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægum undirstöðuatriðum sálfræðinnar og hagnýtum nálgunum innan hennar.

Námskeiðið er ætlað þeim sem þegar hafa lokið félagsfræðihluta námskeiðsins HJÚ121G Félags- og sálfræði.

X

Félagsfræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ123G)

Í félagsfræðihluta: Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði, sjúkdómur, veikindi og sjúklingur. Fjallað er um virkni-, álags- og lífsstílsskýringar á heilsuvandamálum. Gerð er grein fyrir tengslum viðhorfa og hegðunar og kynnt fræðileg líkön um þau tengsl. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra.

Námskeiðið er ætlað þeim sem þegar hafa lokið sálfræðihluta HJÚ121G Félgas og sálfræði.

X

Lífeðlisfræði I (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ244G)

Markmið kennslu í lífeðlisfræði er veita nemendum almenna og víðtæka þekkingu á grundvallaratriðum í starfsemi mannslíkamans. Þannig öðlist verðandi hjúkrunarfræðingar grundvallarskilning á líffræðilegum forsendum heilbrigðis og orsökum sjúkdóma og geti betur metið ástand og þarfir sjúklinga. Jafnframt eigi nemendur auðveldara með að afla sér viðbótarþekkingar á þessu sviði í framtíðinni. Þannig er staðgóð þekking í þessum greinum nauðsynleg undirstaða fyrir nám í almennum og sérhæfðum hjúkrunargreinum.
Viðfangsefni: Vöðvar, taugakerfi, stjórn hreyfinga. Inkirtlar og hormónar. Hjarta og æðakerfið. Öndun

X

Lífeðlisfræði II (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ245G)

Markmið kennslu í lífeðlisfræði er að veita nemendum almenna og víðtæka þekkingu á grundvallarstarfssemi mannslíkamans. Þannig öðlast verðandi hjúkrunarfræðingar grunnskilning á líffræðilegum forsendum heilbrigðis og forsendum sjúkdóma og geta betur metið ástand og þarfir sjúklinga. Jafnframt eiga nemendur auðveldara með að afla sér viðbótarþekkingar á þessu sviði í framtíðinni. Þannig er staðgóð þekking í þessum greinum nauðsynleg undirstaða fyrir nám í almennum og sérhæfðum hjúkrunargreinum.

Viðfangsefni: nýrnastarfsemi, bygging og starfsemi meltingarfæra, stjórn efnaskipta, orkujafnvægi, stjórn líkamshita, lífeðlisfræði vaxtar, skynjun, meðvitund, atferli, æxlunarlífeðlisfræði og fósturþroskun.

X

Tölfræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ246G)

Í námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði hagnýtrar tölfræði. Að megin efni er fjallað um tölfræðilega úrvinnslu, túlkun á niðurstöðum og framsetningu. Helstu efnisþættir eru: Mælingar á miðlægni og dreifingu í talnasöfnum, stöðlun, normaldreifing, öryggismörk, marktækni (z-, t- og x2-próf) og fylgni (líkindahlutfall, fí, Spearman's r og Pearson's r.

X

Aðferðafræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ247G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum skilning á helstu hugtökum í aðferðafræði sem og þekkingu á algengustu rannsóknaaðferðum sem beitt er í hjúkrunarrannsóknum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá
X

Kynheilbrigði (HJÚ823M)

Í námskeiðinu kynnast nemendur hugmyndafræði  kynheilbrigðis og skoða mikilvæga þætti er varða kynheilbrigði einstaklingsins, parsins og hvernig samfélagið getur haft mótandi áhrif á kynheilbrigði fólks. Jafnframt skyggnast nemendur inn í margvíslega áhrifaþætti á kynheilbrigði eins og barneign, ófrjósemi, sjúkdóma og meðferð þeirra sem geta raskað eðlilegri starfsemi líkamansog haft áhrif á líðan. Námskeiðinu er ætlað að efla nemendur i að sinna kynheilbrigðismálum með því að gefa þeim góðan þekkingarlegan grunn, gefa þeim tækifæri til að æfa sig að ræða um kynheilbrigðismál og æfa sig í að fræða aðra um kynheilbrigði.

X

Konur, heilsa og samfélag (HJÚ827M)

Námskeiðið fjallar um konur heilsu og samfélag. Fjallað er um líffræðilega, sál-/félags- og umhverfislega þætti sem hafa áhrif á heilbrigði kvenna. Pólitísk stefnumótun og hugmyndir um heilbrigði og skoðaðar í kynjafræðilegu samhengi. Unnið er út frá heildrænu sjónarmiði um æviskeiðin og fjallað um áhrif lífsviðburða, sjúkdóma og lyfja. Í námskeiðinu er einnig fjallað um sérhæfða líffæra- og lífeðlisfræði kvenna og barneignarferli, algenga kvensjúkdóma og helstu hugtök í erfðafræði og litningarannsóknum í tengslum við meðgöngu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Þórunn Friðriksdóttir
Rakel Haraldsdóttir
Þórunn Friðriksdóttir
Hjúkrunarfræði - BS nám

Það hefur lengi blundað í mér að fara í hjúkrunarfræði og þegar ég heyrði af þessari námsleið vissi ég að hún væri fullkomin fyrir mig. Ég sem þroskaþjálfi sé ótal mörg tækifæri í því að tvinna þessar tvær starfstéttir, sem hafa oft ekki sömu sýn á hlutina, saman. Það eru afar spennandi tímar framundan og ég hlakka til að sjá hvaða dyr þessi námsleið mun opna fyrir mig. Námið er krefjandi en um leið mjög skemmtilegt. Þessi gráða er ótrúlega góð viðbót við hvaða menntun sem er og nánast tryggir starfsöryggi enda er alltaf þörf á góðum hjúkrunarfræðingum. Um leið er starfið svo fjölbreytt að allir ættu að finna sér starfsvettvang við hæfi.

Rakel Haraldsdóttir
Hjúkrunarfræði - BS nám

Ég íhugaði það að fara í hjúkrunarfræði beint eftir menntaskóla en ákvað að fara aðra leið. Seinna fór ég að vinna á Landspítalanum og kynntist starfi hjúkrunarfræðinga betur og hugsaði oft með mér að ég hefði átt að læra þetta en fannst 4 ára námið aðeins of langt til að ég gæti skráð mig í það. Ég var svo ekki lengi að hugsa mig um þegar ég sá tækifæri til þess að taka sama námið á fljótari yfirferð. Það hefur komið mér á óvart hvað námið er fjölbreytt, en það endurspeglar auðvitað bara hve fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga eru. Ég er mjög ánægð með að boðið sé uppá þessa leið og vona að þessi valkostur sé kominn til að vera, enda góður hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem stundar námið.

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9 - 14

Við erum á Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.