
Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
120 einingar - MA gráða
Fjölskyldan og skólinn eru hornsteinar uppeldis og menntunar hverrar kynslóðar sem vex úr grasi. Fagfólk á sviði foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar styrkir foreldra í uppeldishlutverki sínu með velferð fjölskyldunnar og framtíðarhag barnanna, sem og samfélagsins alls, í huga.

Um námið
Meginmarkmið námsleiðarinnar er að búa fagfólk undir að vinna með foreldrum allra barna með áherslu á margbreytileika fjölskyldna og styrkja sjálfstraust foreldra í uppeldishlutverki sínu með fræðslu, umræðu og ráðgjöf um þroska barna og uppeldi í víðum skilningi. Jafnframt er markmiðið að efla rannsóknarhæfni fólks og styrkja þar með rannsóknir á sviðinu.

Samstarf við Minnesota-háskóla
Námsleiðin er skipulögð í samstarfi við Minnesota-háskóla, University of Minnesota (UM), College of Education and Human Development sem hefur verið í fararbroddi um menntun á sviði foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar í Bandaríkjunum.
Rétt til að sækja um inngöngu í framhaldsnám á þessa námsleið eiga þeir sem hafa lokið fullgildu háskólanámi til bakkalárgráðu (BA,-B.Ed.-BS) á sviði mennta-, félags-, hug- og heilbrigðisvísinda með fyrstu einkunn (7,25).
Nauðsynleg undirstaða
Nemendur sem hefja nám á námsleiðinni og hafa ekki þessa undirstöðu þurfa að taka þessi námskeið í byrjun námsins
Nemendur þurfa að:
- hafa tekið grunnnámskeið í sálfræði á háskólastigi um þroska barna og unglinga 10e (ekki metið til gráðu).
- hafa góðan grunn í aðferðafræði úr fyrra námi. Það er að hafa lokið meira en 10 einingum samtals í eigindlegri og megindlegri aðferðafræði (ekki metið til gráðu)
- hafa lokið námskeiðinu UME202G Fjölskyldur í nútímasamfélagi eða sambærilegu námskeiði og geta tekið slíkt námskeið sem hluta framhaldsnámsins (metið til gráðu sem frjálst val).

Starfsvettvangur
Í náminu er fólk búið undir að geta staðið að fræðslu fyrir foreldra, í tengslum við stofnanir samfélagsins.
Dæmi um starfsvettvang
- Leikskólar
- Grunnskólar
- Framhaldsskólar
- Heilbrigðisstofnanir
- Félagsstofnanir
- Trúarstofnanir

Félagslíf
Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi nemendafélagið Tumi. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Tumi starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Tumi er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar.
Þú gætir líka haft áhuga á: | ||
---|---|---|
Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf | Uppeldis- og menntunarfræði, MA | Menntunarfræði leikskóla, M.Ed. |
Þú gætir líka haft áhuga á: | |
---|---|
Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf | Uppeldis- og menntunarfræði, MA |
Menntunarfræði leikskóla, M.Ed. |
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is
Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.
Sími 525-5951
jkt@hi.is
