Skip to main content

Fjölmiðla- og boðskiptafræði, Viðbótardiplóma

Fjölmiðla- og boðskiptafræði

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Fjölmiðlar eru meðal áhugaverðustu fyrirbæra nútímasamfélaga og lykilþættir í lýðræðislegri stjórnskipun. Ný og aukin þekking á þessu sviði er eitt af brýnustu viðfangsefnum samtímans. Þess vegna er mikilvægt að efla rannsóknir á fjölmiðlum í íslensku samfélagi. Nú bjóða Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri í sameiningu upp á  meistaranám um fjölmiðla og boðskipti. 

Námið

Boðið er upp á 30 ECTS diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum. Nemendur taka tvö skyldunámskeið, og þrjú valnámskeið úr öðrum námskeiðum námsleiðarinnar. Námskeið í diplómanámi eru metin inn í MA nám að því tilskildu að nemandi nái tilteknum árangri og kjósi að halda námi áfram til meistaragráðu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Anna Birna Elvarsdóttir
Aldís Baldursdóttir, almannatengill
Bjarni Jón Sveinbjörnsson hlöðusérfræðingur, Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar
Anna Birna Elvarsdóttir
Meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði

Í BA-náminu tók ég fjölmiðlafræði sem aukagrein og þegar kom að því að velja meistaranám ákvað ég að halda áfram að skoða samspil fjölmiðla og samfélagsins og valdi ég því fjölmiðla- og boðskiptafræði. Fjölmiðlar eru nefninlega magnað fyrirbæri og eru daglegt brauð í lífum okkar flestra á einn hátt eða annan og því langaði mig að læra enn meira um áhrif þeirra á einstaklinginn og samfélagið.  
Kennararnir í náminu eru þægilegir í samskiptum, styðja vel við mann og alveg frá byrjun sást hversu mikilli vitneskju þau búa yfir þegar kemur að efninu sem er vissulega ómissandi þáttur þegar kemur að góðri menntun.  
Fjölmiðla- og boðskiptafræði er frábært nám fyrir þá sem hafa áhuga á þeim breytingum sem samfélagið hefur orðið fyrir í kjölfar hnatt- og tæknivæðingarinnar, en öruggt er að segja að hvoru tveggja hafi algjörlega breytt því hvernig heimurinn gengur fyrir sig og þá sérstaklega þegar kemur að bæði fjölmiðlum og boðskiptum.

Aldís Baldursdóttir
Meistaranám í Fjölmiðla- og boðskiptafræðum

Að loknu grunnnámi í kennslufræðum á Menntavísindasviði ákvað ég að skoða framhaldsnám í Stjórnmálafræðideild. Ég sé ekki eftir því að hafa valið meistaranám í Fjölmiðla- og boðskiptafræðum. Það sem kveikti áhuga minn við þetta nám í upphafi var sú hugmynd að læra betur á fjölmiðla en þeir eru okkur stöðugt sjáanlegir í daglegu lífi. Að fá að kynnast hugmyndum á bakvið ólíka fjölmiðla og þróun þeirra í áraraðir var mjög áhugavert.  
Námið fór skipulega yfir fjölmiðlastefnur, ólíka notkun fjölmiðla, lýðræði og samfélagsmiðla, svo fátt eitt sé nefnt. Námið sjálft er fjölbreytt og fannst mér skemmtilegt um hversu víðan völl hægt var að fara þegar kom að valáföngum. Námið býður einnig upp á djúpa menntun í rannsóknaraðferðum, bæði megindlegum og eigindlegum sem gagnast mér í starfi.  
Ég fann fyrir góðu aðhaldi kennara í náminu og var skipulagið gott. Það sem heillaði mig þó hvað mest við þetta nám var hversu opnir og fjölbreyttir starfsmöguleikar opnuðust í kjölfar þess. Ég tel námið hafa gefið mér aukið sjálfstraust á vinnumarkaði þegar kemur að því að takast á við ólík verkefni í til dæmis almannatengslum, útgáfu á efni og fleiru. 

Bjarni Jón Sveinbjörnsson
Meistaranám í Fjölmiðla- og boðskiptafræðum

Sem hluti af þverfaglegu innleiðingarteymi, nýs upplýsingastjórnunarkerfis hjá Reykjavíkurborg, tók ég margt með mér úr náminu sem hefur reynst mér ómetanlegt. Reglulegur hluti af vinnunni minni snýst um að útbúa markaðs- og kennsluefni og miðla því á viðeigandi hátt. Að geta gripið í hljóðupptökutæki, myndavél eða myndbandsupptökuvél þegar útbúa þarf nýtt efni og geta svo klippt það saman sjálfur án milliliða hefur gert mig að ómissandi liðsfélaga í vegferð innleiðingarinnar.  
Í náminu lærði ég hvernig skuli forgangsraða og vinna með fréttaefni og aðrar upplýsingar en einnig var mikilvægt að læra hvernig ég gæti svo miðlað því áfram og séð til þess að það skili sér til nauðsynlegra hagaðila. Náminu fylgdi gott valfrelsi á námskeiðum sem ég kunni að meta og oft var möguleiki á að taka þau í fjarnámi, en á námstímanum bjó ég í Reykjanesbæ og gott að geta tekið þátt í náminu að heiman. Ég mæli sterklega með náminu. 

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Auk rannsókna, greininga, upplýsingamiðlunar eða kennslu á vegum stofnana og fyrirtækja veitir námið góðan undirbúning undir ráðgjafar- og stjórnunarstörf á fjölmiðlum eða tengdum stofnunum, hjá alþjóðastofnunum, stjórnmálaflokkum, auglýsinga- og kynningafyrirtækjum, samtökum eða fyrirtækjum sem eiga mikið undir samstarfi við fjölmiðla. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

  • Ráðgjafa- og stjórnunarstörf
  • Fjölmiðlar eða tengdar stofnanir
  • Alþjóðastofnanir
  • Stjórnmálaflokkar
  • Auglýsinga- og kynningafyrirtæki

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Upplýsingar um námið gefa Margrét S. Björnsdóttir, aðjúnkt (msb@hi.is) og Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt (vaj@hi.is).

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs