Skip to main content

Fjölmiðla- og boðskiptafræði, Viðbótardiplóma

Fjölmiðla- og boðskiptafræði

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Fjölmiðlar eru meðal áhugaverðustu fyrirbæra nútímasamfélaga og lykilþættir í lýðræðislegri stjórnskipun. Ný og aukin þekking á þessu sviði er eitt af brýnustu viðfangsefnum samtímans. Þess vegna er mikilvægt að efla rannsóknir á fjölmiðlum í íslensku samfélagi. Nú bjóða Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri í sameiningu upp á  meistaranám um fjölmiðla og boðskipti. 

Námið

Boðið er 30 ECTS diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum. Nemendur taka tvö skyldunámskeið, og þrjú valnámskeið úr öðrum námskeiðum námsleiðarinnar. Námskeið í diplómanámi eru metin inn í MA nám að því tilskildu að nemandi nái tilteknum árangri og kjósi að halda námi áfram til meistaragráðu.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Auk rannsókna, greininga, upplýsingamiðlunar eða kennslu á vegum stofnana og fyrirtækja veitir námið góðan undirbúning undir ráðgjafar- og stjórnunarstörf á fjölmiðlum eða tengdum stofnunum, hjá alþjóðastofnunum, stjórnmálaflokkum, auglýsinga- og kynningafyrirtækjum, samtökum eða fyrirtækjum sem eiga mikið undir samstarfi við fjölmiðla. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

  • Ráðgjafa- og stjórnunarstörf
  • Fjölmiðlar eða tengdar stofnanir
  • Alþjóðastofnanir
  • Stjórnmálaflokkar
  • Auglýsnga- og kynningafyrirtæki

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Upplýsingar um námið gefa Margrét S. Björnsdóttir, aðjúnkt (msb@hi.is) og Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt (vaj@hi.is).

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs