
Fjölmiðla- og boðskiptafræði
30 einingar - Viðbótardiplóma
. . .
Fjölmiðlar eru meðal áhugaverðustu fyrirbæra nútímasamfélaga og lykilþættir í lýðræðislegri stjórnskipun. Ný og aukin þekking á þessu sviði er eitt af brýnustu viðfangsefnum samtímans. Þess vegna er mikilvægt að efla rannsóknir á fjölmiðlum í íslensku samfélagi. Nú bjóða Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri í sameiningu upp á meistaranám um fjölmiðla og boðskipti.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Námið
Boðið er 30 ECTS diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum. Nemendur taka tvö skyldunámskeið, og þrjú valnámskeið úr öðrum námskeiðum námsleiðarinnar. Námskeið í diplómanámi eru metin inn í MA nám að því tilskildu að nemandi nái tilteknum árangri og kjósi að halda námi áfram til meistaragráðu.
BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf.