
Fjölmenning, málefni innflytjenda og flóttafólks
30 einingar - Viðbótardiplóma
Viðbótardiplómanám í fjölmenningu, málefnum innflytjenda og flóttafólks er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu háskólaprófi í félagsráðgjöf. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar (7,25). Námið er skipulagt sem tveggja missera hlutanám. Skyldunámskeið eru kennd í lotum.

Námið
Er fyrir þá sem vilja sérhæfða þekkingu á málefnum flóttafólks og efla færni þeirra í starfi með flóttafólki og fólki af erlendum uppruna. Nemendur öðlast einnig þekkingu á stöðu mismunandi hópa flóttafólks og grunnþekkingu á réttarstöðu þeirra ásamt innsýn í stefnu ríkis og sveitarfélaga um málefni flóttafólks.

Fyrir hverja?
Námið er fyrir þá sem vilja sérhæfða þekkingu á málefnum flóttafólks og efla færni þeirra í starfi með flóttafólki og fólki af erlendum uppruna.
Diplómanám í fjölmenningu og málefnum innflytjenda og flóttafólks er sjálfstætt 30 eininga nám að loknu grunnnámi í háskóla á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda (BA, BS, B.Ed.). Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar (7,25).

Að námi loknu
Hægt er að fá námið metið inn í rannsóknartengt MA-nám í félagsráðgjöf, að uppfylltum inntökuskilyrðum.
Dæmi um starfsvettvang:
Námið er fyrir þá sem vilja sérhæfða þekkingu á málefnum flóttafólks og efla færni þeirra í starfi með flóttafólki og fólki af erlendum uppruna.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
