
Fjármálahagfræði
60 einingar - Viðbótardiplóma
. . .
Fjármálahagfræði, Viðbótardiplóma er nám fyrir þá sem hafa ekki grunn til að hefja MS nám í fjármálahagfræði. Námið er sniðið að þörfum einstakra umsækjenda og er þeim gert kleift, á fyrsta misseri, að byggja upp nauðsynlegan grunn, með því að taka grunnnámskeið í hagrænni stærðfræði, tölfræði, rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði, eftir því sem þörf er á. Námið er 60 einingar hið minnsta
Fyrir nemendur
Að jafnaði þarf umsækjandi fyrstu einkunn (7,25) úr fyrsta háskólaprófi, til þess að fá inngöngu í framhaldsnám í Hagfræðideild.