
Fjármálahagfræði
120 einingar - MS gráða
MS nám í fjármálahagfræði leggur áherslu á samspil fjármálafræði og hagfræði á hagnýtum grundvelli. Gert er ráð fyrir því að nemendur hafi góða undirstöðu í stærðfræði og tölfræði og geti því tileinkað sér megindlega aðferðafræði í fjármálum sem og tæknilega hagfræðigreiningu.


Lotukennsla
Námið er lotukennt og stendur hver lota yfir í sjö vikur og eru þá tekin tvö 7,5e námskeið í senn. Náminu lýkur svo með 30e MS ritgerð.
Meistaranám í fjármálahagfræði er einkum ætlað nemendum sem hafa sterka undirstöðu í stærðfræði og tölfræði úr BS/BA-námi sínu. Kunnátta í hagfræði er ekki skilyrði fyrir inntöku. Hins vegar er þeim nemendum, sem ekki hafa að lágmarki lokið tveimur námskeiðum í þjóðhagfræði (macroeconomics) og tveimur námskeiðum í rekstrarhagfræði (microeconomics) í sínu fyrra námi, gert að taka undirbúningsnámskeið í hagfræði á fyrstu námslotu að hausti. Almennt er krafist fyrstu einkunnar (7,25) á fyrsta háskólaprófi, til þess að fá inngöngu í meistaranám. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að nemendur sem uppfylla ekki ofangreindar kröfur sæki um inngöngu í viðbótardiplómanám í fjármálahagfræði, en góður námsárangur á þeirri námslínu getur opnað leið að inntöku í fjármálahagfræði, en lesa má um það frekar hér. Hagfræðigrunnur nemenda er metinn við inntöku og kemur fram í samþykktarbréfi.