
Fjármál
90 einingar - M.Fin. gráða
. . .
M.Fin. í fjármálum er meistaranám án lokaritgerðar, sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir fjölbreytt störf á fjármálamarkaði og gert er ráð fyrir að nemendur geti að námi loknu fengist við flókin viðfangsefni á sviði fjármála.
Námið byggir á samvinnu Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar.
Námið
Fyrir nemendur
Almennt er námsleiðin í boði fyrir nemendur sem koma beint úr grunnnámi í háskóla. Forkröfur eru BS- eða BA-gráða með fyrstu einkunn (7,25), annað hvort í fjármálum, hagfræði, verkfræði, stærðfræði, eðlisfræði eða skyldum greinum, eða í öðrum greinum ásamt prófi í verðbréfaviðskiptum.