Skip to main content

Fjármál fyrirtækja

Fjármál fyrirtækja

120 einingar - MS gráða

. . .

Í MS námi í fjármálum fyrirtækja er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér þekkingu á því sem máli skiptir við fjármál fyrirtækja og stofnana.
Nám til MS-prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum og ritgerð sem er að lágmarki 30 einingar.
 

Um námið

Markmiðið með náminu er að undirbúa nemendur undir störf og rannsóknir á sviði fjármálastjórnunar, fjármálaráðgjafar og markaðsviðskipta og ýmissar sérfræðivinnu á sviði fjármála í fyrirtækjum og fjármálastofnunum.
Miðað við fullan námshraða er námið fjögur misseri.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BS-próf í fjármálum með 1. einkunn eða annað BS- eða BA-próf með 1. einkunn og kunnátta sem samsvarar efni eftirfarandi námskeiða á BS-stigi: Fjármál I; Fjármálagerningar, Fjármálamarkaðir; Fjármál II; Lögfræði B; Stýring fjármálasafna. Umsækjandi með próf í verðbréfaviðskiptum telst hafa kunnáttu sem samsvarar efni ofangreindra námskeiða. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Að námi loknu er gert ráð fyrir að nemendur hafi góða undirstöðu í fjármálum og geti fengist við flókin viðfangsefni á sviði fjármála.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

Námið nýtist víða í atvinnulífinu en býr nemendur sérstaklega undir störf sem lúta að fjármálastjórn og sérfræðivinnu á fjármálasviðum fyrirtækja og stofnana eða til ýmissa starfa í fjármálafyrirtækjum eins og bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum, tryggingafélögum og lífeyrissjóðum.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Image result for facebook logo Facebook