
Ferðamálafræði
120 einingar - MS gráða
. . .
Ferðamálafræði er ungur og spennandi rannsóknavettvangur hér á landi.
Sjálfstæð og sérhæfð vinnubrögð sem nemendur öðlast í meistaranáminu opna leiðir fyrir ferðamálafræðinga að fjölbreyttum störfum, þar með talið rannsóknavinnu og stjórnunarstörfum hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum.
Fyrir nemendur

Um námið
Skipulagt sem 2ja ára nám. Meistaraverkefnið er 60 einingar og námskeið eða annað nám 60 einingar.
Hægt er að velja á milli þriggja kjörsviða:
Námið veitir aðgang að doktorsnámi.
- Fyrsta háskólagráða, BS- eða BA-próf, með lágmarkseinkunn 7,25. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám. Nemendur sem hafa ekki lokið BS-gráðu í ferðamálafræði þurfa að taka viðbótarnámskeið. Sjá nánar undir kjörsviðinu Ferðamálafræði.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.
Hafðu samband
Skrifstofa
s. 525 4700
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði
