Viðskiptafræði - Stjórnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðskiptafræði - Stjórnun

Námið byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnun.

Markmið náms í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun er þríþætt. Í fyrsta lagi að nemendur búi yfir haldgóðri þekkingu á undirstöðuatriðum, kenningum og hugtökum stjórnunarfræða. Í öðru lagi að nemendur hafi öðlast færni í að beita aðferðafræði stjórnunarfræða við úrlausn viðfangsefna sem tengjast stjórnun, ráðgjöf og sérfræðistörfum og í þriðja lagi að búa nemendur undir framhaldsnám og frekari sérhæfingu á sviði stjórnunar, stefnumótunar og mannauðsstjórnunar.

BS nám í viðskiptafræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Að loknu námi eiga nemendur að vera færir um að:
Taka þátt í undirbúningi og framkvæmd stefnumótunar
Starfa að ýmsum verkefnum á sviði starfsmannamála
Stýra og vinna að  ýmsum verkefnum er tengjast rekstri
Vinna að ýmsum sérhæfðum verkefnum

Umsjón með náminu hefur Sigurður Guðjónsson, lektor (siggig@hi.is)

Hafðu samband

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.