Viðskiptafræði - Fjármál | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðskiptafræði - Fjármál

Netspjall

Námið byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnun.

Meðal sérgreina eru  námskeið í fjármálagerningum, stýringu fjármálasafna, lögfræði, rekstrarstjórnun, stærðfræði, tölfræði og upplýsingatækni. Hyggi nemendur á framhaldsnám í fjármálum, þurfa þeir að velja sérgreinar úr reikningshaldslínunni.

BS nám í viðskiptafræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Að loknu námi eiga nemendur að vera færir um að:
Starfa við fjármálastjórn fyrirtækja og stofnana, hérlendis og erlendis.
Starfa að ýmsum sérhæfðum viðfangsefnum banka og verðbréfafyrirtækja.
Gera ýmis konar fjárhags- og fjármögnunaráætlanir.

Umsjón með náminu hefur Haukur Camillus Benediktsson, lektor (haukur@hi.is)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.