Viðskiptafræði - Fjármál | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðskiptafræði - Fjármál

Námið byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnun.

Nemendur taka fjölbreytt námskeið í viðskiptafræði sem gefur þeim góðan grunn til að starfa sem viðskiptafræðingar. Þá taka þeir ýmis fjármálanámskeið, m.a. um fjármálagerninga, stýringu fjármálasafna og fjármálamarkaðinn og námskeið sem nýtast vel við störf að fjármálum, svo sem lögfræði, rekstrarstjórnun, stærðfræði, tölfræði og upplýsingatækni. Nemendur sem vilja auka þekkingu sína í fjármálum eða búa sig undir framhaldsnám geta bætt við sig tengdum sérgreinum úr reikningshaldslínunni.

BS nám í viðskiptafræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Að loknu námi eiga nemendur að vera færir um að:
Starfa við fjármálastjórn fyrirtækja og stofnana, hérlendis og erlendis.
Starfa að ýmsum sérhæfðum viðfangsefnum banka og verðbréfafyrirtækja.
Gera ýmis konar fjárhags- og fjármögnunaráætlanir.

Umsjón með náminu hefur Sveinn Agnarsson, prófessor (sveinnag@hi.is)

Hafðu samband

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.