Inntökuskilyrði | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökuskilyrði

Viðskiptafræðideild býður upp á MS nám í þjónustustjórnun. Almennar kröfur um aðgang að framhaldsnámi er að nemendur skulu hafa lokið BS eða BA gráður úr háskóla með fyrstu einkunn (7,25). Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði en valið er inn í námið á grundvelli árangurs í námi (m.a. í aðferðafræðinámskeiðum) og eftir atvikum með hliðsjón af starfsreynslu.

Nemendur sem ekki hafa að lágmarki lokið 60 ECTS í viðskiptafræði eða skyldum greinum í BA eða BS námi þurfa að taka námskeiðið VIÐ155M Inngangur að rekstri sem undanfara að náminu samhliða öðrum námskeiðum á fyrstu vikum haustmisserisins.
Námskeiðið er ekki metið til eininga í MS náminu.

Námslínan hefur, eins og annað meistaranám, að geyma kjarnagreinar, bundnar valgreinar og valgreinar sem nemendur velja sjálfir. Nemendur munu því hafa fjölbreytilegt val þegar kemur að valgreinum og munu fjölmörg meistaranámskeið koma til greina m.a. úr öðrum deildum innan Háskólans. Nemendur þurfa þó að huga vandlega að forsendum til að sækja viðkomandi námskeið og uppfylla þær forkröfur sem gerðar eru.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.