Inntökuskilyrði | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökuskilyrði

Almennt er sérsviðið verkefnastjórnun í boði fyrir nemendur sem koma beint úr grunnnámi í háskóla. Forkröfur eru BS eða BA gráða úr háskóla með fyrstu einkunn (7,25). Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði, en valið er inn í námið á grundvelli árangurs í námi og eftir atvikum með hliðsjón af starfsreynslu.

Nemendur, sem ekki hafa BS/BA í viðskiptafræði eða hagfræði í grunnnámi sínu, þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu „VIÐ155M Inngangur að rekstri“ samhliða öðrum námskeiðum á fyrstu vikum haustmisserisins. Námskeiðið er ekki metið til eininga í MS náminu.

Hins vegar þurfa þeir nemendur ekki að taka undirbúningsnámskeiðið „VIÐ155M Inngangur að rekstri“ hafi þeir lokið neðangreindum námskeiðum og til viðbótar einu af námskeiðum í lið A) og einu í lið B), samtals 6 námskeiðum:

  • VIÐ301G Fjármál I
  • VIÐ103G Inngangur að fjárhagsbókhaldi
  • VIÐ105G Rekstrarhagfræði I
  • VIÐ157G Vinnulag og aðferðafræði.

  A) VIÐ509G Inngangur að mannauðsstjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í mannauðsstjórnun)
VIÐ258G Inngangur að stjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í stjórnun og stefnumótun)
VIÐ101G Inngang að markaðsfræði (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum).
VIÐ506G Inngang að verkefnastjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS í verkefnastjórnun)

 B) VIÐ201G UI – tölvunotkun og töflureiknir eða  VIÐ302G Lögfræði A – almenn viðskiptalögfræði.

Námslínan hefur, eins og annað meistaranám, að geyma kjarnagreinar, bundnar valgreinar og valgreinar sem nemendur velja sjálfir. Nemendur munu því hafa fjölbreytilegt val þegar kemur að valgreinum og munu fjölmörg meistaranámskeið koma til greina m.a. úr öðrum deildum innan Háskólans. Nemendur þurfa þó að huga vandlega að forsendum til að sækja viðkomandi námskeið og uppfylla þær forkröfur sem gerðar eru.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.