Inntökuskilyrði | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökuskilyrði

Netspjall

Inntökuskilyrði
Forkröfur vegna MS náms í mannauðsstjórnun eru fyrsta háskólagráða, þ.e. BS eða BA gráða. Almenna krafan fyrir inngöngu í meistaranám er fyrsta einkunn (7,25).  Ennfremur er litið til starfsreynslu og jafnvel fyrra náms.

Ekki er við inntöku gerð krafa um próf í viðskiptafræði. Nemendahópurinn hefur því mjög mismunandi bakgrunn. Má t.d. nefna: BA í sálfræði, stjórnmálafræði og félagsfræði, B.ed. í grunnskólakennslu, BS í hjúkrunarfræði, BA í mannfræði,  BA í lögfræði, og BS í viðskiptafræði eða hagfræði.

Þeir sem ekki hafa BS/BA í viðskiptafræði eða hagfræði í grunnnámi sínu (BS/BA prófi) þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri. Námskeiðið er ekki metið til eininga í MS námið. Skylt er að taka þetta námskeið við upphaf 1. misseris.

Nemendur sem hafa lokið neðangreindum námskeiðum og til viðbótar einu af námskeiðum í lið a) og einu í lið b), samtals 6 námskeið,  þurfa ekki að taka undirbúningsnámskeiðið VIÐ155M Inngangur að rekstri.

  • Fjármál
  • Inngangur að fjárhagsbókhaldi
  • Rekstrarhagfræði
  • Aðferðafræði

a) Inngang að mannauðsstjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í mannauðsstjórnun)
Inngang að stjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í stjórnun og stefnumótun)
Inngang að markaðsfræði (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum)

b) UI – Tölvunotkun og töflureiknir
Lögfræði

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
11 + 7 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.