inntökuskilyrði | Háskóli Íslands Skip to main content

inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði
Viðskiptafræðideild býður upp á MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum fyrir þá einstaklinga sem lokið hafa fyrsta háskólaprófi, þ.e. BS eða BA gráðu. Almenna reglan er að umsækjendur hafi fyrstu einkunn (7,25).
Jafnframt þurfa umsækjendur að hafa lokið grunnnámskeiðum í markaðsfræði og í vísindalegum vinnubrögðum, s.s. aðferðafræði og tölfræði áður en þeir hefja meistaranám.
Hafi umsækjendur ekki lokið grunnnámskeiðum í markaðsfræði en hafa umtalsverða reynslu af markaðsstörfum verður metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort viðkomandi geti fengið inngöngu í námið.

Þeir sem ekki hafa BS/BA í viðskiptafræði eða hagfræði í grunnnámi sínu (BS/BA prófi) þurfa við upphaf námsins að ljúka undirbúningsnámskeiðinu VIÐ155M Inngangur að rekstri. Skylt er að taka þetta námskeið við upphaf 1. misseris, námskeiðið er kennt í lotu. frá lokum ágúst til loka sept. Námskeiðið er ekki metið til eininga í MS námið.

Nemendur sem hafa lokið neðangreindum námskeiðum og til viðbótar einu af námskeiðum í lið a) og einu í lið b), samtals 6 námskeið,  þurfa ekki að taka undirbúningsnámskeiðið VIÐ155M Inngangur að rekstri.

  • Fjármál
  • Inngangur að fjárhagsbókhaldi
  • Rekstrarhagfræði
  • Aðferðafræði

a) Inngang að mannauðsstjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í mannauðsstjórnun)
Inngang að stjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í stjórnun og stefnumótun)
Inngang að markaðsfræði (fyrir nemendur sem stefna á MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum)
Inngang að verkefnastjórnun (fyrir nemendur sem stefna á MS í verkefnastjórnun)

b) UI – Tölvunotkun og töflureiknir
Lögfræði

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.