Skip to main content

Viðfangsefni kynjafræðinnar

Viðfangsefni kynjafræðinnar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Kynjafræði snýst um margbreytileika mannlífsins. Nánast allt í veröldinni hefur kynjafræðilegar hliðar og fátt er kynjafræðinni óviðkomandi.

Kynjafræði snýst um margbreytileika mannlífsins. Nánast allt í veröldinni hefur kynjafræðilegar hliðar og fátt er kynjafræðinni óviðkomandi. Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins rétt eins og kynvitund, kynhneigð, litarháttur, þjóðernisuppruni, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Allt þetta er viðfangsefni kynjafræðinnar. Kynjafræðin er mjög þverfræðileg og einnig í hæsta máta hagnýt grein.  

Að skoða veröldina frá sjónarmiði kyns og margbreytileika er eins og að hafa heiminn í lit eftir að hafa bara séð hann í sauðalitunum.
Kynjafræðin er mjög þverfræðileg og einnig í hæsta máta hagnýt grein. Eitt hlutverka hennar er að renna stoðum undir jafnréttisstarf í landinu og mæta þeim kröfum sem hið opinbera regluverk setur okkar. Til þess að jafnréttislög verði ekki dauður lagabókstafur þarf ekki einungis að hleypa lífi í umræðuna heldur einnig að ræða málin af þekkingu. Það gildir um þessa þekkingu eins og aðra, hún er sjaldnast meðfædd og þess vegna þarf markvissa jafnréttisfræðslu. Slík fræðsla er lögboðin á öllum skólastigum, hún er nauðsynleg fyrir fjölmargar stéttir í samfélaginu, auk þess að vera gagnleg og skemmtileg fyrir alla sem vilja vinna að réttlæti, jafnrétti og lýðræðislegri þátttöku allra.