Viðfangsefni smáríkjafræðinnar | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðfangsefni smáríkjafræðinnar

Nám í smáríkjafræðum ætti að veita nemendum ítarlega þekkingu á smáríkjum, sögu þeirra og stöðu þeirra gagnvart alþjóðasamfélaginu. Í náminu er lögð áhersla á að greina þau tækifæri og þær áskoranir sem smáríki innan Evrópu standa frammi fyrir, það er hvaða áhrifum þau verða fyrir, hver staða þeirra er með tilliti til Evrópusamrunans, hvernig þau takast á við öryggisógnir, hnattvæðingu og aðrar innlendar sem og alþjóðlegar áskoranir.

Sérstaklega er fjallað um stöðu norrænna ríkja og viðbrögð þeirra við Evrópusamrunanum. Einnig er sérstök áhersla lögð á að greina stöðu Íslands sem smáríkis innan alþjóðasamfélagsins.

Smáríkjarannsóknir hafa aldrei verið jafn mikilvægar og nú en mikill meirihluti aðildarríkja Evrópusambandsins eru skilgreind sem smáríki, það er 21 ríki af 28. Það sama á við um aðildarríki Sameinuðu þjóðanna.