Viðfangsefni fjölmiðla- og boðskiptafræða | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðfangsefni fjölmiðla- og boðskiptafræða

Í fjölmiðla- og boðskiptafræði er áherslan á að mennta fólk til þess að rannsaka fjölmiðla, t.d. áhrif þeirra í samfélaginu í víðum skilningi, tengsl við valdaöfl, innihald þeirra, rekstrarumhverfi, vinnubrögð, áhrif tækniþróunar og nýrra miðla o.s.frv. Fjölmiðlafræðingar fást m.a. við rannsóknir á því hvað ræður fréttamati, fjölmiðlastefnu stjórnvalda, hvernig fólk notar fjölmiðla, um lýð- ræðislegt hlutverk fjölmiðla og fleira og fleira. Viðfangsefnin eru óþrjótandi, en það vantar rannsóknir á þessu sviði hér á landi. Markmiðið með nýja fjölmiðlafræðináminu er því ekki síst að mennta nemendur með mikla rannsóknahæfni. 

Meginmarkmið námsins eru að:

  • Nemendur öðlist víðtæka þekkingu á þróun og megineinkennum fjölmiðla og boðskipta og tengslum þeirra við efnahagslíf, menningu og stjórnmál, m.a. út frá kenningum félagsvísinda um völd, áhrif og margbreytileika.
  • Nemendur öðlist ítarlega þekkingu og fái þjálfun bæði í megindlegum og eigindlegum rannsóknaaðferðum, með áherslu á þær aðferðir sem helst er beitt í fjölmiðla- og boðskiptafræðum.
  •  Nemendur kynnist innlendum sem erlendum lykilrannsóknum í fjölmiðla- og boðskiptafræðum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.