Viðfangsefni blaða- og fréttamennsku | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðfangsefni blaða- og fréttamennsku

Meistaranám í blaða- og fréttamennsku hefur verið í boði við Háskóla Íslands í áratug og hefur nú verið endurskoðað með það að markmiði að búa nemendur sem best undir starf í hröðum heimi nútímafjölmiðlunar. Námið er fræðilegt og hagnýtt og býr nemendur undir fjölbreytt störf við margskonar fjölmiðlun. Áhersla er lögð á að kenna nemendum vinnubrögð og aðferðir sem blaða- og fréttamenn nota við vinnu sína og að laga efni sitt að ólíkum tegundum miðla. Nemendur læra að fullvinna efni fyrir prent-, vef-, mynd- og hljóðmiðla, þ.m.t. að taka upp efni, klippa og ganga frá til birtingar. Einnig að nota samfélagsmiðla til að afla efnis og miðla því og að nota ýmis konar hugbúnað til margmiðlunar. Þá er fjallað um helstu kenningar um fjölmiðla, hlutverk þeirra, ábyrgð og ítarlega um íslenskt fjölmiðlaumhverfi í alþjóðlegum samanburði.

Viðfangsefnin eru m.a.:

  • Fréttamat, fréttaöflun og skrif
  • Upplýsingaleit og viðtöl 
  • Gerð hljóð- og myndefnis
  •  Notkun samfélagsmiðla í starfi 
  • Stafræn miðlun  
  • Vinnubrögð og siðareglur blaðamanna 
  • Fjölmiðlakenningar og íslenskt fjölmiðlalandslag 
  • Íslenskt samfélag og stjórnskipan 
  • Tjáningarfrelsi, upplýsinga- og fjölmiðlalög
  • Gagnablaðamennska