Inntökuskilyrði í nám í stjórnmálafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökuskilyrði í nám í stjórnmálafræði

Inntökuskilyrði í nám í stjórnmálafræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

BA-nám í stjórnmálafræði:
Stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Lokapróf frá háskólabrú Keilis eða frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi. Upplýsingar um hvernig sótt er um grunnnám er að finna á upplýsingasíðu um umsóknir.   

Inntökuskilyrði í MA-nám í alþjóðasamskiptum, blaða-og fréttamennsku, fjölmiðla- og boðskiptafræði, kynjafræði og opinberri stjórnsýslu (MPA).
BA-, BS-, eða BEd-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn.

Inntökuskilyrði í MA-nám í stjórnmálafræði:
BA-próf í stjórnmálafræði eða skyldum greinum, að öllu jöfnu er gerð krafa um fyrstu einkunn.

Inntökuskilyrði í diplómanám:
BA-, BS-, BEd eða sambærilegt próf, ekki er gerð krafa um fyrstu einkunn. Nemendur sem ljúka diplómanámi með fyrstu einkunn og sækja um meistaranám í alþjóðasamskiptum, blaða- og fréttamennsku, fjölmiðla- og boðskiptafræði, kynjafræði eða opinberri stjórnsýslu fá námskeiðin að fullu metin í viðkomandi námsgrein, fái þeir inngöngu í meistaranámið.
Vinsamlega athugið að þetta á ekki alltaf við í opinberri stjórnsýslu ef nemendur velja að taka sérhæfingu í meistaranáminu. 

Upplýsingar um inntökuskilyrði í kennsluskrá.