Inntökuskilyrði í nám í stjórnmálafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökuskilyrði í nám í stjórnmálafræði

BA-nám í stjórnmálafræði:

Stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Skráning í grunnnám fer fram í Nemendaskrá Háskóla Íslands, Háskólatorgi. Hægt er að sækja um rafrænt en senda þarf staðfest afrit af stúdentsskírteini (bæði einkunnum og skírteininu sjálfu) til Nemendaskrár Háskóla Íslands, Sæmundargötu 6, 102 Reykjavík.

Inntökuskilyrði í MA-nám í alþjóðasamskiptum, blaða-og fréttamennsku, fjölmiðla- og boðskiptafræði, kynjafræði, MPA-nám og vestnorræn fræði:

BA-, BS-, eða BEd-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn.

Inntökuskilyrði í MA-nám í stjórnmálafræði:

BA-próf í stjórnmálafræði eða skyldum greinum, að öllu jöfnu er gerð krafa um fyrstu einkunn.

Inntökuskilyrði í diplómanám:

BA-, BS-, BEd eða sambærilegt próf, ekki er gerð krafa um fyrstu einkunn. Nemendur sem ljúka diplómanámi með fyrstu einkunn og sækja um meistaranám í alþjóðasamskiptum, fjölmiðla- og boðskiptafræði, kynjafræði eða opinberri stjórnsýslu fá námskeiðin að fullu metin, fái þeir inngöngu í meistaranámið. Vinsamlega athugið þó að þetta á ekki alltaf við þegar MPA- nemendur í opinberri stjórnsýslu velja að taka sérhæfingu.

Upplýsingar um inntökuskilyrði í kennsluskrá.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.