Skrifstofur kennara Stjórnmálafræðideildar eru í Odda við Sturlugötu. Skrifstofa deildarinnar er staðsett á 1. hæð í Gimli. Þjónustuborðið á Háskólatorgi Á Háskólatorgi er þjónustuborð þar sem nemendur geta sótt þjónustu og upplýsingar. Þar má m.a. fá ýmis vottorð um skólavist, yfirlit yfir námsferla og panta staðfest afrit af brautskráningaskírteinum. Afgreiðslutími Þjónustuborðsins á Háskólatorgi er eftirfarandi: Vetraropnun: mán-fim: 08:30-17:00 fös: 08:30-16:00 Sumaropnun: mán-fim: 08:30-16:30 fös: 08:30-16 Þjónustutorg Félagsvísindasviðs Í Gimli er Þjónustutorg Félagsvísindasviðs. Þar fá nemendur svör við almennum fyrirspurnum sem varða nám við deildina. Jafnframt fer þar fram öll umsýsla verkefna, skil til kennara og afhending til nemenda. Auk þess eru pósthólf kennara og annarra starfsmanna staðsett þar. Netfang: nemFVS@hi.is Opið virka daga frá 9 - 15 Sími: 525 4500 Hægt er að skila verkefnum og pósti til kennara allan sólarhringinn í þar til gerða póstlúgu. Náms- og starfsráðgjöf Nemendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu Náms- og starfsráðgjafar sem staðsett er á Háskólatorgi, 3. hæð. Félagsstofnun stúdenta Félagsstofnun stúdenta (FS) rekur umfangsmikla þjónustu fyrir nemendur Háskóla Íslands. Þar ber helst að nefna Stúdentagarða, Leikskóla FS, Kaffistofur FS, Bóksölu stúdenta og HÁMU. Nánari upplýsingar er að finna á vef Félagsstofnunar stúdenta Bókasafn Nemendur Stjórnmálafræðideildar hafa aðgang að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þar er að finna fjölda bóka, tímarita, dagblaða og rafrænna gagna. Lestrar og vinnuaðstaða er á fjórum hæðum safnsins. Bókasafnsskírteini Nemendur Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini án endurgjalds. Það fæst við útlánaborð á 2. hæð safnsins gegn framvísun persónuskilríkja. Nauðsynlegt er að hafa bókasafnsskírteini til þess að fá rit að láni, taka frá rit sem er í láni, panta millisafnalán, endurnýja lán o.fl. Bókasala Stúdenta Bóksala stúdenta á Háskólatorgi selur námsbækur, ritföng, bækur, blöð og vörur merktar HÍ. Á vef Bóksölunnar geta nemendur fundið bókalista fyrir flest námskeið sem í boði eru við Háskóla Íslands og pantað bækur á vefnum. Tölvuþjónusta Hjá tölvuþjónustu Reiknistofnunar Háskóla Íslands má leita upplýsinga um úrlausnir á tölvutengdum vandamálum. Tölvuþjónustan er staðsett á Háskólatorgi. Nánari upplýsingar má finna hér. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.