30. október 2019
Hinn 29. október sl. tók deildarfundur Lagadeildar þá ákvörðun að hætta að nota inntökupróf (A-prófið) við inntöku nýnema í deildina. Nánari upplýsingar um aðgangsviðmið fyrir grunnnám í Lagadeild á er að finna í kennsluskrá undir aðgangsviðmiðum deilda á Félagsvísindasviði, en haustið 2020 verður byggt á almennum kröfum um stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.
Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor
forseti Lagadeildar