Móttaka nýnema | Háskóli Íslands Skip to main content

Móttaka nýnema

Lagadeild Háskóla Íslands býður nýnema sína velkomna til náms við deildina.

Upphaf háskólanáms markar tímamót og vekur margar spurningar.   Nánari upplýsingar um hvað eina er hægt að fá hjá starfsfólki skólans, Stúdentaráði og starfsfólki Félagsstofnunar stúdenta og samnemendur hjálpa líka án efa eftir fremsta megni.  Svör við mörgum þessara spurninga má einnig finna í handbók nýnema

Öllum nýnemum Lagadeildar verður úthlutað mentor úr hópi nemenda deildarinnar sem stunda nám á 3. – 5 ári.  Hlutverk mentors er að auðvelda aðkomu nýnema að nýjum skóla og styðja þá fyrstu skrefin.

Frekari upplýsingar fyrir nýnema í Háskóla Íslands

Að öllu jöfnu eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands á hverju hausti. Þar fara fram kynningar á þeirri þjónustu sem stendur stúdentum til boða, ásamt ýmsum skemmtilegum viðburðum.

Vertu velkomin - vertu með

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.