Inntökupróf - A-próf | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökupróf - A-próf

Auglýsing um inntökupróf (A-próf) í Lagadeild HÍ 2019

A-próf verða haldin 16. mars og 7. júní 2019.

Prófstjóri sendir skráðum þátttakendum nánari upplýsingar um prófstaði í tölvupósti.  Frekari upplýsingar um A-próf

Inntökuskilyrði í Lagadeild

  • að hafa lokið aðgangsprófi  (A-prófi)
  • að hafa lokið stúdentsprófi, lokaprófi frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú), eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla.
  • Athugið!  Samkvæmt reglum Lagadeildar gilda niðurstöður aðgangsprófs í tvö ár.  

Hverjir komast inn í laganámið?
Þeir 100 nemendur sem bestum árangri ná miðað við frammistöðu, sem tekur mið af aðgangsprófinu og meðaleinkunn á stúdentsprófi, fá rétt til náms í Lagadeild HÍ á haustmisseri 2019.  Einkunnir úr stúdentsprófi gilda 20% á móti frammistöðu í aðgangsprófinu.

Niðurstöður úr A-prófi í mars munu liggja fyrir í byrjun apríl.  Niðurstöður úr A-prófi í júní munu liggja fyrir um mánaðarmótin júní/júlí.

Endanleg niðurstaða um hvaða 100 nemendum verður boðið að hefja nám við Lagadeildina mun liggja fyrir eigi síðar en 20. júlí.

Reglur um inntöku nýnema og inntökupróf í Lagadeild Háskóla Íslands, nr. 928/2013

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.