Skip to main content

Inntökuskilyrði og umsókn um LL.M nám

    Inntökuskilyrði í LL.M nám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti er að hafa lokið BA prófi í lögfræði eða sambærilegri menntun. Umsóknarfrestur fyrir haustmisseri er 15. apríl á ári hverju og 15. október fyrir vormisseri. Umsóknarfrestur fyrir nemendur utan Norðurlanda er 1. febrúar fyrir bæði misserin. 
     
    Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

    • Staðfest afrit af prófskírteinum ef fyrra nám er frá öðrum á háskólum en Háskóla Íslands. Með umsókn þarf að skila til Háskóla Íslands staðfestum afritum á pappír af öllum prófskírteinum, eigi síðar en tveimur vikum eftir að umsóknarfresti lýkur. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild.
    • Skrifleg og undirrituð meðmæli frá tveimur einstaklingum sem þekkja vel til umsækjanda. Skila þarf inn meðmælum á ákveðnu meðmælaformi sjá hér. 
      Umsækjendur þurfa að hafa samband við meðmælendur og biðja um að þau verði send beint frá meðmælenda til Nemendaskrár HÍ með bréfpósti eða tölvupósti á admission@hi.is.
    • Ferilskrá og greinargerð/kynningarbréf (ca. 1 bls.).