Rannsóknir - rannsóknastofur | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknir - rannsóknastofur

Netspjall

Lagadeild Háskóla Íslands hefur það að markmiði að þjóna þjóðlífinu öllu í stað þess að einskorða sig við einstaka þætti þess. Samkvæmt því er lögð áhersla á það af hálfu deildarinnar að rannsóknir, sem þar eru stundaðar, taki til sem flestra þátta lögfræðinnar og komi þannig flestum að notum. Rannsóknarvirkni kennara deildarinnar hefur um árabil verið með því hæsta sem gerist við Háskóla Íslands. Það er því engin tilviljun að meirihluti þeirra kennslubóka sem kenndar eru í öllum lagadeildum landsins, eru skrifaðar af kennurum Lagadeildar Háskóla Íslands.  Lagastofnun Háskóla Íslands er miðstöð rannsókna- og þróunarstarfs í lögfræði og hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við hvers konar rannsóknir og kennslu á sviði lögfræði.

Rannsóknastofur

Stjórn Lagastofnunar getur ákveðið að setja á fót rannsóknastofur í einstökum greinum lögfræði.  Fastir kennarar við Lagadeild (prófessor, dósent eða lektor), forstöðumaður og sérfræðingar Lagastofnunar geta óskað eftir því við stjórnina að stofnuð verði rannsóknastofa og skal skýra frá þeirri rannsóknastarfsemi sem þar er ætlað að fara fram og hvort stofunni er ætlað að starfa ótímabundið eða til ákveðins tíma.  Rannsóknastofa getur verið þverfræðileg, enda sé lögfræði ein af þeim greinum sem rannsóknir taka til. Rannsóknastofa er faglega sjálfstæð rannsóknastofnun í samræmi við 4. gr. reglna um Lagastofnun Háskóla Íslands.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.