Skip to main content

Próf og próftöflur

Próf og próftöflur - á vefsíðu Háskóla Íslands

Upplýsingar um prófstaði á próftímabilum eru birtar á stofutöflu í Uglu, sem er aðgengileg undir Mínar flýtileiðir > Próftaflan mín.
Próftöflur Háskóla Íslands -(innskráning í Uglu). 
Í prófstofum gilda prófreglur sem nemendum verða að kynna sér og fylgja.

Kennsla og próf eru á vegum deilda. Kennarar standa fyrir prófum, en hver deild ræður tilhögun prófa hjá sér í samræmi við lög og reglur háskólans. Prófstjóri annast undirbúning og stjórn prófa í samráði við stjórnsýslu fræðasviða og deilda.

Nemendum er skipað í tiltekin sæti í prófstofum eftir númerum sem hver og einn getur birt í Uglu daginn fyrir próf. Einnig eru prófsæti auglýst sérstaklega fyrir hvert próf á nafnalistum sem hengdir eru upp á prófstöðum sama dag og próf fer fram. Enginn má taka próf á öðrum stað en þeim sem honum hefur verið úthlutaður fyrirfram.

Nemandi verður að vera skráður í námskeið til að geta gengist undir próf. Ef nemandi er ekki skráður kemur nafn hans ekki fram á próflista. Framvísa þarf persónuskilríkjum með mynd á prófstað.

Brýnt er fyrir nemendum að fylgjast vel með auglýsingum um skipan í prófstofur og jafnframt að mæta tímanlega á prófstað á prófdegi.