Húsnæði og aðstaða | Háskóli Íslands Skip to main content

Húsnæði og aðstaða

Netspjall

Starfsemi Lagadeildar fer að mestu leiti fram í Lögbergi og hefur svo verið allt frá því að húsið var byggt árið 1970.  Stjórnsýsla deildarinnar er á 1.hæð í  Gimli.   Stór hluti kennslu Lagadeildar fer fram í Lögbergi og þar er einnig sérstakt bókasafn Lagadeildar og lesstofa sem er ætluð fyrir laganema.  Kennsla í námskeiðum deildarinnar fer einnig fram í öðrum byggingum háskólans, svo sem Odda og Háskólatorgi.  Aðrar deildir Háskólans hafa ennfremur aðgang að kennslustofum í Lögbergi.

Skrifstofur Lagadeildar eru á 1. hæð í Gimli við Sæmundargötu

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:30
Símanúmer 525 4386, 525 4387 og 525 4376
Netfang: nemFVS@hi.is
Faxnúmer: 552-6806

Húsnæði Lögbergs skiptist þannig:

Kjallari - Félagsherbergi Orators, Lögfræðiþjónusta Orators, skrifstofur og bóksala Úlfljóts og Bókaútgáfu Orators.
1. hæð - Þrjár kennslustofur, 101, 102 og 103 og tengigangur við Gimli
2. hæð - Lesstofa, herbergi Orators, Dómssalur og þrjár kennslustofur 201, 204 og 205.
3. hæð - Bókasafn Lagadeildar, lesstofa, rannsóknarstofa og sex kennaraherbergi.
4. hæð -Kennarastofa, fundarherbergi, skrifstofa Lagastofnunar og tíu kennaraherbergi.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.