BS Viðskiptahagfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

BS Viðskiptahagfræði

Viðskiptahagfræði sameinar kjarna bæði hagfræði og viðskiptafræðigreina í einni námsgráðu.

Nemendur fá sömu grunnþjálfun og aðrir hagfræðingar en gráðan veitir þeim jafnframt frelsi til þess að byggja ofan á þennan grunn með því að velja námskeið úr Viðskiptafræðideild eftir áhugasviði, s.s. í fjármálum, reikningsskilum, markaðsfræði, viðskiptalögfræði, alþjóðaviðskiptum eða öðrum slíkum greinum. Þannig geta þeir að miklu leyti raðað saman sinni eigin námsgráðu. BS í viðskiptahagfræði hentar því vel þeim vilja stunda hagnýtt og fjölbreytt nám er nýtur viðurkenningar jafnt í atvinnurekstri sem og í háskólum innanlands sem utan.

Að loknu námi eiga nemendur að:
Vera undirbúnir undir störf á fjármálamarkaði, m.a. við rannsóknir og störf á sviði áhættu-, eigna-, skulda- og fjárstýringar, greiningarvinnu og verðlagningar fjármálaafurða. Jafnframt, að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á efnahagsmálum og fjármálum sem búi þá undir hin margvíslegu störf, þar sem þekking á mörkuðum og efnahagslífi kemur að notum.

Atvinnumöguleikar
Námið hentar vel nemendum sem ætla að leggja fyrir sig störf sem hagfræðingar við ráðgjöf eða rannsóknir á sviði efnahagsmála, eða hyggja á starfsferil í atvinnulífinu eða í ýmis konar fyrirtækjarekstri. Námið er mjög sveigjanlegt að því leyti að nemendur hafa mikið val um hvaða áherslur innan viðskiptafræði þeir vilja leggja fyrir sig. 

BS nám í hagfræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Umsjón með náminu hefur Birgir Þór Runólfsson, dósent (bthru@hi.is)

Kynningarbæklingur

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.