BS Hagfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

BS Hagfræði

Markmið BS námsins er að opna heim hagfræðinnar fyrir nemendum – hvað varðar hugsun, aðferðafræði og kenningar.
Kjarni námsins felst í þremur þjóðhagfræðinámskeiðum, fjórum námskeiðum í rekstrarhagfræði og þremur námskeiðum í hagrannsóknum auk námskeiða  í stærðfræði og tölfræði. Jafnframt geta nemendur valið sér fjölmörg valnámskeið á sviði hagfræði, fjármálahagfræða og viðskiptafræða.

Að loknu námi eiga nemendur að:
Hafa þekkingu á kjarnagreinum hagfræðinnar, rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði. Þekkja kjarnagreinar viðskiptafræðinnar – s.s. fjármál og lestur ársreikninga. Að geta nýtt megindlega greiningartækni og  unnið að sjálfstæðri greiningarvinnu með ritun fræðilegrar lokaritgerðar.

Atvinnumöguleikar
BS nám í hagfræði hentar vel nemendum sem ætla að leggja fyrir sig störf sem hagfræðingar við ráðgjöf, rannsóknir á sviði efnahagsmála og ýmiss konar störf sem krefjast sérfræði þekkingar. Unnt er að skipuleggja námið á þann hátt að fjármál verði sérsvið með hagfræðinni. Slíkt nám er mjög góður undirbúningur fyrir störf í fjármálageiranum.

BS nám í hagfræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Umsjón með náminu hefur Birgir Þór Runólfsson, dósent (bthru@hi.is)

Kynningarbæklingur

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.