BS Fjármálahagfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

BS Fjármálahagfræði

BS nám í fjármálahagfræði leggur áherslu á samspil hagfræði og fjármála á breiðum hagnýtum og fræðilegum grunni.
Nemendur fá sömu grunnþjálfun og aðrir hagfræðinemar, en síðari hluti námsins er síðan helgaður fjármálum. Nemendur taka námskeið í Viðskiptafræðideild – s.s. almenn fjármál, fjármál fyrirtækja, afleiður og fjármálagerninga og fjármálalögfræði sem og fjármálanámskeið í Hagfræðideild – s.s. um banka og fjármálamarkaði, alþjóðafjármál, opinber fjármál og fjármálahagfræði.

Sérstök áhersla er á hagnýta beitingu aðferða og kenninga í náminu og að nemandi geti, á grundvelli þeirra, unnið raunveruleg verkefni í hagfræði og fjármálum.

Að loknu námi eiga nemendur að:
Vera undirbúnir undir störf á fjármálamarkaði, m.a. við rannsóknir og störf á sviði áhættu-, eigna-, skulda- og fjárstýringar, greiningarvinnu og verðlagningar fjármálaafurða. Nemendur eiga að hafa öðlast staðgóða þekkingu á efnahagsmálum og fjármálum til að geta tekist á við hin margvíslegu störf, þar sem þekking á mörkuðum og efnahagslífi kemur að notum.

Atvinnumöguleikar
BS nám í fjármálahagfræði hentar vel nemendum sem ætla að leggja fyrir sig störf sem hagfræðingar við ráðgjöf og rannsóknir á sviði efnahagsmála. Námið veitir einnig góðan undirbúning fyrir ýmis störf í fjármálageiranum eða við fjármálastjórn fyrirtækja.

BS nám í fjármálahagfræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Umsjón með náminu hefur Birgir Þór Runólfsson, dósent (bthru@hi.is)

Kynningarbæklingur

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.