BA hagfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

BA hagfræði

BA námið veitir nemendum færi á að læra aðra námsgrein samhliða hagfræði og er því ætlað þeim sem vilja afla sér almennari menntunar.

Segja má að einn helsti kostur BA námsins sé mikill sveigjanleiki. Þriðjung námsins má taka í öðrum deildum. Meðal annars má nefna: fjölmiðlafræði, heimspeki, lögfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði.

Markmið námsins er að undirbúa nemendur nægilega vel í hagfræði, stærðfræði og tölfræði til þess að þeir geti tekist á við krefjandi framhaldsnám, án þess að fórnað sé hagnýtum áherslum sem nýtast í fyrirtækjum á sviði fjármála og annarra viðskipta.

Atvinnumöguleikar
BA nám í hagfræði með eina af ofantöldum greinum sem aukagrein veitir góða almenna undirstöðu fyrir atvinnulífið en opnar jafnframt dyr að framhaldsnámi í þessum greinum. Þannig geta tilvonandi blaðamenn fengið góðan undirbúning í BA námi í hagfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Slíkt nám veitir einnig góðan undirbúning fyrir framhaldsnám í fjölmiðlafræði.

BA nám í hagfræði er 180 einingar (120 e. + 60 e. aukagrein).

Nánari upplýsingar um námið í kennsluskrá
Kennslualmanak
Inntökuskilyrði
Umsókn um nám

Umsjón með náminu hefur Birgir Þór Runólfsson, dósent (bthru@hi.is)

Kynningarbæklingur

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.