BS í hagfræði með innsýn í stjórnmálafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

BS í hagfræði með innsýn í stjórnmálafræði

Nemendur fá sömu grunnþjálfun og aðrir hagfræðingar, en að auki er sérstök áhersla á að beita aðferðum hagfræðinnar á hegðun utan markaða. Hagfræði stjórnmálanna, en það er annað heiti yfir þessa nálgun, er í því fólgin að litið er á stjórnmálin frá sjónarhorni hagfræðinnar. Aðferðir og hugtök hagfræðinnar eru notaðar til þess að rannsaka hvernig ákvarðanir eru teknar annars staðar en á markaðnum. Þannig kynnast nemendur tækjum almannavalsfræðinnar, að greina samval og kosningar, líkön um starfsemi hins opinbera og löggjafans, hagfræði lagasetningar og reglustýringar. Gráðan veitir þeim jafnframt frelsi til þess að byggja ofan á þennan grunn með því að sækja valnámskeið í Stjórnmálafræðideild þar sem þau öðlast þekkingu og innsýn í íslensk stjórnmál, starfsemi stjórnmálasamtaka, lýðræði og opinbera stjórnsýslu, auk samanburðarstjórnmála.

Að loknu námi eiga nemendur að:
Hafa þekkingu á kjarnagreinum hagfræðinnar, en auk þess að hafa staðgóða þekkingu á sviði almannavalsfræði (public choice), stjórnmála og stefnumörkunar hjá hinu opinbera. Jafnframt, að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á efnahagsmálum og aðkomu stjórnvalda og opinberrar stjórnsýslu að þeim.

Atvinnumöguleikar
Námið hentar vel nemendum sem ætla að leggja fyrir sig störf í stjórnsýslunni og hjá hagsmunasamtökum, eða annarra starfa á sviði efnahagsmála. Námið er nokkuð sveigjanlegt að því leyti að nemendur hafa nokkuð val um sækja námskeið í stjórnmálafræði. Nám í hagfræði og stjórnmálum hentar því vel þeim sem vilja trausta undirstöðu í hagfræði og innsýn í stjórnmálafræði og stefna kannski á frekara nám eða á starf sem ekki snýr að viðskipta- eða fjármálastarfsemi, en lokar þó ekki á þær dyr kjósi nemandi síðar aðra leið.
BS nám í hagfræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Kjörsvið: Hagfræði og innsýn í stjórnmálafræði 

Umsjón með náminu hefur Birgir Þór Runólfsson, dósent (bthru@hi.is)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.