Umsóknarfrestur um doktorsnám við Félagsvísindasvið er til 15. október og 15. apríl ár hvert. Umsóknarfrestur fyrir erlenda umsækjendur er 1. febrúar ár hvert Umsókn um doktorsnám Sótt er með rafrænum hætti um doktorsnám. Umsóknargáttin er aðgengileg á umsóknartíma. Öllum umsóknum er svarað. Fylgigögn með umsókn Þegar sótt er um í doktorsnám er mikilvægt að undirbúa umsókn vel og vandlega og gæta þess að öll nauðsynleg gögn fari með umsókninni. Eftirfarandi gögn eru fylgigögn með umsókn um doktorsnám á Félagsvísindasviði: 1. Náms- og starfsferill nemanda ásamt staðfestu afriti af prófskírteinum (BA/BS/B.Ed.) og/eða MA/MS eða sambærilegu prófi. Ef nemandi hefur lokið námi við aðra skóla en Háskóla Íslands, þarf yfirlit einkunna að fylgja með. Þá póstleggur umsækjandi eða afhendir Nemendaskrá staðfest afrit prófskírteina með námsyfirlitum (upplýsingar um námskeið, einkunnir og einingar) úr öllu háskólanámi, eigi síðar en tveimur vikum frá því að umsóknarfrestur rennur út. Staðfest afrit er gefið út af viðkomandi skóla. Einnig má senda ljósrit af frumriti sem til þess bær aðili (t.d. sýsluskrifstofa) staðfestir með stimpli og undirskrift. Hægt er að koma með frumrit á Þjónustuborð á Háskólatorgi og fá þar staðfest afrit skírteina, ef þörf krefur. ATHUGIÐ: Aðeins þarf að koma með skírteini ef námið fór fram við aðra skóla en HÍ. 2. Greinargerð um faglegar forsendur og framkvæmd. Umsækjandi þarf að greina frá markmiðum sínum með doktorsnáminu, af hverju hann telur sig hafa faglegar forsendur til þess að stunda doktorsnám, t.d. vegna góðrar frammistöðu í námi, þ.m.t. í grunn- og framhaldsnámi, þátttöku í rannsóknarverkefnum, birtra greina, vandasamra verkefna, starfsreynslu, áhuga á rannsóknum, áhuga á tilteknum störfum að námi loknu o.s.frv. Einnig þarf umsækjandi að tilgreina: Námshlutfall Fyrirhuguð námskeið. Hér er óskað eftir því að nemandi geri grein fyrir þeim áherslusviðum sem hún/hann telur sig þurfa að styrkja sig í Áætlun um fjármögnun. Hér er gert ráð fyrir að umsækjandi greini frá styrkjasókn, lántöku, eigin fjármögnun, vinnu og öðru er við á Ósk um leiðbeinanda (ef við á) ásamt rökstuðningi. Sjá upplýsingar um faglegar kröfur til leiðbeinenda doktorsnema undir viðmiðum og kröfum um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands: http://www.hi.is/sites/default/files/sigs/Skjol/ny_vidmid_og_krofur_um_gaedi_doktorsnams_03_05_2012.pdf 3. Verkefnið í hnotskurn á íslensku og ensku (100-150 orð). 4. Lýsing á fyrirhuguðu rannsóknarverkefni (um 2000-4000 orð, auk heimildaskrár) á því tungumáli sem ritgerðin verður rituð á skv. reglum deildar. Fram komi markmið, staða þekkingar og vísindalegt gildi, lýsing á framkvæmd (aðferðir), tímaáætlun með upplýsingum um helstu vörður og námslok, áætlun um birtingu niðurstaðna og birtingavettvang, heimildalisti. Lýsingin þarf að vera skýr, raunhæf og tímasett (mánuðir og misseri). Heiti verkefnis (vinnutitill) skal vera lýsandi fyrir rannsóknina. Skipting rannsóknarinnar í efnisþætti skal fylgja (efnisyfirlit í grófum dráttum), svo sem skipting í kafla eða uppskipting ritgerðarinnar í greinar. Lýsing á aðferðinni /aðferðum sem áætlað er að beita og til að svara rannsóknarspurningum verkefnisins. Áríðandi er að gera grein fyrir og skýra hvernig rannsóknartillagan og helstu rannsóknarspurningar greina sig frá fyrirliggjandi rannsóknum (innlendum og erlendum) á sama eða svipuðu rannsóknarsviði og hvert nýmæli rannsóknarinnar er. Loks þarf að koma fram af hverju umsækjandi telur rannsóknina skipta máli fyrir þróun rannsóknarsviðsins í íslensku og/eða alþjóðlegu samhengi. 5. Skrifleg meðmæli frá tveimur aðilum. Meðmælin skulu vera í lokuðum umslögum. Umsækjandi má hafa milligöngu um skil á þeim. Hins vegar geta meðmælendur einnig sent meðmælin beint á viðkomandi deild. Mikilvægt er að tölvupóstföng og símanúmer meðmælenda séu jafnframt gefin upp, svo hægt sé að hafa samband við meðmælendur og óska frekari upplýsinga ef þörf krefur. Með meðmælabréfum skulu meðmælendur skila þar til gerðu eyðublaði frá Háskóla Íslands. Umsækjandi ber ábyrgð á að koma eyðublaðinu í hendur meðmælenda, en það má nálgast hér. Styrkir Doktorsstyrkir Háskóla Íslands (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorssjóður Rannsóknasjóðs). Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Rannís - Rannsóknarsjóður Rannís býður upp á doktorsnámsstyrki. Nánari upplýsingar og umsóknarfrestur eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is Síða um styrkjamöguleika í Evrópu emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig (þarf ekki að fylla út). Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.