Á þessari síðu eru ýmsar upplýsingar fyrir umsækjendur í nám á Félagsvísindasviði. Upplýsingar fyrir umsækjendur Fylgigögn með umsóknum Yfirlit um námsleiðir og þau fylgigögn sem þarf að skila (.xlsx) Ferilskrá Skjal sem inniheldur helstu upplýsingar um náms- og starfsferil umsækjanda ásamt frekari upplýsingum sem gætu mögulega stutt umsóknina. Greinargerð Skjal sem inniheldur upplýsingar um markmið og áhugasvið umsækjanda og væntingar hans til námsins. Þar þarf m.a. að koma fram hvers vegna umsækjandi hefur valið viðkomandi námsleið og hvernig hann hyggst nýta sér námið. Greinagerð skal vera hálf til ein blaðsíða. Undantekning frá þessu er þegar sótt er um starfsréttindanám í félagsráðgjöf, sú greinagerð þarf að vera ein til þrjár blaðsíður. Staðfest afrit af prófskírteini Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Nemendur sem eru að ljúka eða hafa lokið gráðu við HÍ eftir 1981 þurfa ekki að skila prófskírteini. Viðtakandi fylgigagna er: Háskóli Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík. Skrásetningargjöld Nemendur við Háskóla Íslands greiða árlegt skrásetningargjald Staða umsóknar Í samskiptagátt Háskóla Íslands, þar sem sótt er um nám, er hægt að fylgjast með afgreiðslu umsóknar undir flipanum „Yfirlit umsókna“. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.